föstudagur, mars 17, 2006

Fimmtudagur og kanski er VORIÐ ekki að koma :-(

Góða kvöldið
Já ég held bara að það sé ekki að koma VOR hjá okkur, oj bara, það var sko skítkallt í dag og svo já er spáin SNJÓKOMMA eftir helgi bæði mánudag og þriðjudag (halló er ekki komið fram yfir MIÐJAN mars??)....
Nóg af skítakuldanum...
Pa og Oliver fóru saman í morgun og leyfði þeirri Gömlu að sofa (hún að vísu reddaði nestinu fyrst) og jú jú Kriss fór á fætur líka og ég er að tala um að barnið var varla komið á fætur þegar það sagði "Má ég fara niður og horfa á Sjónvarpið" held hann sé að verða MESTI sjónvarpssjúklingurinn á heimilinu (hann sem er sko NÝ BYRJAÐUR að horfa á TV)... En NEI hann fékk ekki að gera það, hann fékk sér að borða og fór svo að leika þegar Pa var að redda Oliver út...
Svo var Kriss bara heima í dag hjá Gömlu hjónunum og fannst það bara fínt enda er hann orðinn svo duglegur að redda sér... Ákváðum að vera bara INNI að skemmta okkur í kuldanum. Ma sótti svo Oliver í hádeginu og fór að elda matinn meðan Oliver lærði og jú jú sú Gamla lét strákinn meiri segja gera smá stærðfræðipróf þar sem hann er að fara í próf í skólanum á morgun. Og auðvita stóð strákurinn sig eins og HETJA hérna heima í prófinu og vonum við að það gangi eins vel í skólanum á morgun :-)
Fengum okkur að borða og svo var bara afslöppun, strákarnir léku sér saman, svo las sú Gamla fyrir þá úr einni af bókunum sem Amma gaf þeim þegar við vorum heima og svo fengu þeir að horfa á TV bara skemmtilegt.... Þar sem engum langaði út í KULDAN... En það var kanski alveg + á mælinum en hann var sko ekki stór var 0,5° í morgun og ég leyfi mér alveg að efast um að hitinn hafi hækkað nokkuð í allan dag... Bara kallt...
Jæja núna eru þeir bræður báðir sofnaðir og komnir í draumaheiminn, við Gamla fólkið ætlum að fara að henda okkur fyrir framan kassan...
Segjum þetta gott í bili...
Kv. Lúxararnir

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home