fimmtudagur, mars 16, 2006

Samband við UMHEIMINN

Oh mæ god hvað það er gott að vera aftur orðin nettengdur, vá þetta er alveg ótrúlegt hvað maður er háður þessu... Ekki getað lesið nein blöð á netinu og bara EKKI NEITT... En jú jú við lifðum þetta af, en mig langar sko ekki að upplifa þetta fljótlega aftur... En hann Elli sem vinnur með Bjarna reddaði okkur í dag sem betur fer :-)
Nóg um það, ég get alla vegana farið að fræða okkar lesendur um okkar daglega líf.. Vona að þið hafði saknað okkar svona smá, því þá vitum við að við erum ómissandi, ha ha ha...
En það sem af er vikunnar er bara búið að vera alveg ágætt, bara þetta venjulega skóli, læra og leika...
Í dag var sko lítið mál að draga þá bræður fram úr bælinu og koma þeim út úr húsi enda fínt veður og allir að fara í skólan...
Svo mætti Gamla settið gangandi að sækja Kriss í hádeginu og ekki þótti honum það leiðinlegt, og ekki skemmdi það neitt að Ma hafði fundið sólgleraugun hans Kriss og Pa tók þau með... Svo löbbuðu við heim í góða veðrinu, drifum okkur heim að borða þar sem allir voru að farast úr hungri. Eftir matinn fór Pabbi út að sækja Oliver í skólan og Ella til að laga tölvuna.. Komu svo heim þar sem Oliver fékk sér að borða...
Við Kriss ákváðum svo þar sem veðrið var svo gott að labba bara í skólan aftur eftir hádegi og ekki hafði veðrið neitt versnað.. Tókum okkur góðan tíma í það að labba, enda ýmislegt að skoða á leiðinni... Oliver fékk hins vegar far með Pabba í skólan enda fóru þeir fyrst í það að skutla Ella heim og eitthvað chill á þeim feðgunum.
Eftir skóla mættu Ma og Pa að sækja Kriss og við skutluðum svo Pa í vinnuna (þar sem Oliver vildi koma sér sjálfur heim sem er nú ekki mikið mál þegar maður er kominn á þenna aldur)...
Við hittumst svo öll hérna fyrir utan hjá okkur og þá var bara að drífa sig inn og klára heimalærdóminn fá sér að borða og gera sig klára fyrir Takewondo æfingu...
Ma og Kriss horfðu svo á æfinguna hjá Oliver (svaka gaman alltaf hjá Oliver). Í bílnum á leiðinni heim af æfingunni sofnaði svo Litli Maður (enda komið vel fram yfir hans svefntíma) en hann vaknaði svo fyrir utan heima og þá var bara að skutla honum í náttföt og bursta tennur, enda held ég að hann hafi ekki verið búinn að leggjast á koddan þegar hann var dottinn út aftur.. Oliver hins vegar en enn að ná sér niður eftir æfinguna (já þeir fá sko að hamst og vera með læti) og liggur því bara upp í rúmi að kíkja á Andrés...
En hann hefur nú bara gott af því að útrása sig ALMENNILEGA á svona æfingu nema hvað!! Já já þó svo það hafi kostað brot úr 2 fullorðinstönnum þá er þetta vel þess virði... Enda ætlar okkar maður sko ekkert að hætta bara halda áfram...
Man nú ekki hvort það var nokkuð sérstakt sem gerðist hjá okkur meðan við vorum netlaus... Já ef það er þá bara treð ég því inn á morgun eða á eftir...
Ætla njóta þess að vera bara ein á fótum og lesa blöðin á netinu...
Góða nótt...
Verði góð hvert við annað....
Kv. Berglind og Co.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home