þriðjudagur, mars 21, 2006

Þá kom RIGNINGIN

Góða kvöldið gott fólk
Jæja þá er sko búið að RIGNA hjá mér í dag já á nýbónaða bílinn minn... En vá er rigningin ekki betri en snjórinn og frostið??? Ég bara spyr???
Já þessi dagur byrjaði vel Ma vakti Oliver sem átti nú erfitt með að fara fram úr og um það leyti sem hún var að vekja Oliver kom Kriss niður (já hann átti ekki að fara í skólan)... Það sem sagt vöknuðu allir og Ma skutlaði Oliver og fór að versla í matinn meðan Pabbi og Kriss voru heima...
Ma og Kriss keyrði svo karlinn í vinnuna og sóttu Oliver í hádeginu og já nú urðum við að standa hann flatan þar sem það var svo Íslenskuskóli.. Oliver sem sagt rétt náði að gleypa brauð og drífa sig út aftur.. Meðan Oliver var í Íslenskuskólanum og leika við krakkana fóru Ma og Kriss á rúntinn, um að gera að drepa tíman..
Oliver fannst svo gaman í íslensku skólanum enda bara gaman þar og strákar til að leika við!! Held það sé sko mun meira um stráka heldur en stelpur í eldri hópnum...
Eftir skóla brunuðum við heim og þá var sá Gamli löngu kominn heim... Dreif Oliver sig þá beint í heimalærdóminn meðan Kriss og karlinn skemmtu sér saman.. Eftir heimalærdóm fóru þeir feðgar í eitthvert race í PS2, svaka gaman (þeir eru nefnilega báðir svo tapsárir að það er ekki einu sinni fyndið (já sko Bjarni og Oliver))....
Svo er það núna bara kvöldsnarl og já afslöppun áður en þeir bræður fara í bælið...
Bara svaka góður og rólegur dagur hjá okkur (verst bara hvað ringdi mikið, hefði heldur viljað hafa sólina)...
Segjum þetta gott í bili...
Kv. Bræðurnir og Gamla settið

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég er alveg sammála þér. Rigningin er betri en snjórinn og frostið. Það var ferlega kalt og grámyglulegt hérna úti þegar við vöknuðum í morgun..... :-(
Vorkveðjur til ykkar frá okkur í Álfkonuhvarfinu.

þriðjudagur, mars 21, 2006 9:39:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home