mánudagur, mars 20, 2006

Vorið komið og Stærðfræðipróf

Helló everybody,
Jæja þá er sko Vorið held ég bara alveg komið, var fínt veður hjá okkur aftur í dag en samt aðeins of mikið af skýjum þarna fyrir sólinni... En þetta kemur allt saman og já við aftur í dag í 2 stafa tölu í plús já já hér voru 14°C sem er sko bara fínt...
Við vöknuðum eldsnemma eins og alltaf svo var það að koma strákunum út og í skólan og gekk það bara ROSALEGA VEL skal ég segja ykkur... Við Kriss ákváðum svo í morgun þegar við sáum Sólina að Gamla settið kæmi gangandi að sækja hann í hádeginu. Svo mættum við labbandi með sólgleraugun hans Kriss að sækja hann í hádeginu og vorum bara á röltinu þangað til Oliver var búinn í skólanum sem var sko bara ljúft enda náði sólin að skína á okkur í hádeginu.. Svo þegar Oliver var búinn var bara race heim, já Dylan, Jason og Oliver hlupu allir af stað heim en við vorum bara í róleg heitunum, Oliver snéri svo við þegar hann fattaði að hann væri ekki með neinn húslykil, þar sem hann ætlaði sko að vera fyrstur heim, nema hvað!!! Þetta var bara eins og beljurnar fyrst á sumrin, gjörsamlega allir krakkarnir hlaupandi úr skólanum bara skemmtilegt skal ég segja ykkur, svona á þetta sko að vera...
Nóg um það eftir hádegið þá skutluðum við Oliver í skólan þar sem það átti að nota ferðina til að fara í búðina...
Eftir búðarferðina fór Ma út á svalir að sóla sig (stoppaði samt mjög stutt við út af skýjunum) en Kriss og Pabbi fóru í það að þrífa og bóna bílinn og svo að sjálfsögðu leika sér í garðinum.
Ma bauð svo Kriss að labba með sér í skólan að sækja Oliver seinni partinn sem Kriss vildi auðvita, en Pa ákvað svo að keyra á móti okkur til að sýna Oliver hversu hreinn bílinn væri, já hann var sko flottur hjá Karlinum...
Oliver fékk svo stærðfræðiprófið sitt aftur og fékk hann 44 stig (7,3 á íslenskum mælikvarða) sem var bara ágætis árangur (Ma var ekki rosalega ánægð) enda reiknaði strákurinn svo prófið upp á 10 hjá Ma á örfáum mínútum (málið er að hann Oliver er bara ekkert að fara yfir prófin bara geri þau og fer svo að teikna eða eitthvað, svo Ma sagði við hann að næst yrði hann að taka extra tíma í það að fara yfir prófið og skoða betur hvað hann væri að gera)...
Oliver fékk sem sagt heiðurinn af því að fara í heimalærdóminn þegar hann kom heim en það var svona allt í lagi ekkert svaka mikið í dag (og auðvita leiðrétta prófið en þau eiga alltaf að gera það og foreldrarnir að kvitta fyrir því að hafa fengið að sjá prófið hjá börnunum sínum)..
Eftir lærdóm var það bara Grjónagrautur en þeir báðu um hann meðan Oliver var að læra og hvað gerir kellan ekki fyrir þessa karla sína (ætla að athuga hvort ég geti ekki bara fengið þá til að borða hafragraut líka, prufa það í vikunni)...
Svo fóru þeir bara að leika sér og Kriss var bara eins og ljós (já hann er allur að koma til hvað dundið varðar)...
Núna liggja þeir svo eins og Ljós saman í sófanum að horfa á Svamp Sveinsson (miklir aðdáendur hans)...
Ætla að fara að drífa Kriss í bælið enda kominn svefntími á hann...
Segjum þetta gott í bili...
Kv. Lúxararnir

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home