fimmtudagur, mars 23, 2006

Vikan rúmlega hálfnuð :-)

Góða kvöldið
Já já þá er bara komið miðvikudagskvöld hér í Lúxlandinu, vá hvað tíminn líður alltaf HRATT maður bara fattar þetta alls ekki, áður en ég veit af verð ég komin á Elliheimili og synir mínir farnir að sjá um mig, ha ha ha:-)))))))))
Nóg um það!!!
Í dag var sko frekar erfitt að vakna á öllum vígstöðum, Kriss ætlaði bara ekki að meika það að þurfa að klæða sig og borða morgunmat (en hann er orðinn algjör Oliver hvað það varðar, en sem betur fer náum við nú yfirleitt að pína í þá einhverju smá áður en þeir fara út)... Svo skutlaði Ma strákunum sínum og voru þeir náttúrulega svakalega ánægðir þegar við svo loksins mættum í skólana!!
Ma kom svo á bílnum í hádeginu að sækja Kriss og fórum við á smá rúnt þangað til Oliver yrði búinn, enda smá tími sem við höfum til að leika okkur.. Svo var Oliver sóttur og við drifum okkur heim þar sem Kriss vildi fá að borða og meira nesti með sér í skólan, Oliver hins vegar vildi ekkert að borða bara drekka og svo leika sér, sem er nú allt í lagi svona stundum, svo léku þeir bræður sér þangað til við fórum í skólan aftur (Oliver var meðal annars að kenna Kriss eitthvað Takewondo í hádeginu bara góður)...
Svo var það skóli aftur eftir hádegi hjá báðum strákunum sem var bara gott fyrir þá að vísu var Kriss frekar mikið þreyttur í hádeginu en var sko ekki lengi að hlaupa út þegar við fórum í skólan aftur þar sem hann veit að dagurinn eftir hádegi byrjar alltaf úti!! Bara gaman!
Það var svo ákveðið í hádeginu að Ma skyldi koma labbandi (um að gera að nota þetta ágætis veður sem var hér í dag til hreyfingar) að sækja Kriss eftir skóla og að Oliver myndi labba heim já eða taka strætó heim eftir skóla!! Og vitir menn allir löbbuðu og við Kriss náðum Oliver hérna á horninu.. Þegar heim var komið tók við heimalærdómurinn hjá Oliver og letilíf hjá Kriss (enda var hann rosalega þreyttur), Oliver greyjið þurfti frekar mikið að læra heima svo við settum bara allt í fluggírinn og Ma eldaði milli þess sem hún hjálpaði Oliver þar sem það var svo Takewondo æfing í kvöld og við þurftum að ná því að klára heimalærdóminn og borða áður en við færum á æfinguna og jú jú auðvita rétt tókst það!!! Sem betur fer...
Við Kriss skutluðum Oliver á æfinguna og ákváðum svo að skella okkur heim á meðan á æfingunni stæði þar sem Kriss var svo þreyttur, Ma ákvað meira að segja að klæða Kriss í náttfötin áður en Oliver yrði sóttur, enda veitti ekkert af því hann Kriss sofnaði um leið og mamma startaði bílnum (þegar við fórum að sækja Oliver enda komið fram yfir svefntíma hjá Kriss).... Kriss svaf svo bara í bílnum alla leiðina og rumskaði þegar við fórum heim rétt til að bursta og pissa!!! Oliver fékk að vaka smá lengur til að ná sér niður eftir æfinguna enda held ég að honum hafi bara ekkert veitt af því...
Nú eru þeir bræður báðir komnir í Draumaheima!!
Svo við segjum þetta bara gott í dag...
Kv. Oliver, Kriss og Co.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home