fimmtudagur, mars 23, 2006

Fuglasöngur og sólin að skína....

Vá það var sko ALLS EKKI erfitt að fara fram úr í morgun, nei nei maður vaknaði bara náttúrulega við vekjaraklukkuna nema hvað og þegar maður fór að hreyfa sig heyrðist þessi líka fallegi fuglasöngur og svo sá maður sólina skína, þetta var bara ljúft og vona ég svo INNILEGA að þetta þýði að hingað komi EKKI MEIRI SNJÓR eða svoleiðis VIBBI....
En já það fóru allir frekar snemma á fætur í morgun og var ekkert mál að vakna, Ma keyrði svo Oliver í skóla og jú jú það var sko alveg 2°C hiti sem er náttúrulega ekki neitt en halló það var SÓL og það skipti nú meira máli!!!
Kriss var bara heima með Gamla settinu í morgun og var sko bara í stuði sem var sko alls ekki leiðinlegt... Þegar fór að líða að hádeginu fórum við Kriss labbandi út og sóttum Oliver, tókum svo langan göngutúr heim, enda hafði hitnað vel frá því í morgun og höfðu þeir bræður og að sjálfsögðu Mamman bara gott af þessum göngutúr.. Drifum okkur svo heim þar sem Oliver átti að fara að læra undir próf.... Oliver lærði smá svo fórum við út, byrjuðum í Mallinu þar sem Oliver og Pabbi fóru í klippingu (þeir voru orðnir frekar síðhærðir), Kriss og Ma chilluð bara á meðan í Mallinu.. Svo var farið heim og beint út, Oliver fór að hjóla og Pabbi fór að kenna Kriss að hjóla og gekk það svona já bara ágætlega (held Kriss finnist bara betra að láta ýta sér að nota fæturnar sjálfur).. Komumst að því að hjólið hans Olivers er svona í það minnsta fyrir hann (en það verður ekki skoðað fyrr en í haust, láttum þetta hjól duga út sumarið)...
Fórum svo heim, Oliver var sendur í herbergið sitt (hann varð óþekkur strákurinn) og Kriss var bara í letikasti með Gamla settinu.. Oliver kom nú svo niður á endanum og baðst afsökunar á sinni hegðun og dreif þá Mamma sig með honum upp þar sem hann lærði smá fyrir prófið.. Fékk hann svo að fara niður með Kriss að horfa á TV meðan sá Gamli eldar matinn og sú Gamla bloggar.. Svo verður það kvöldmatur og lærdómur fyrir Oliver á eftir en Kriss fær kvöldmat og svo að skella sér fljótlega í bælið eftir það, enda er skóli hjá þeim á morgun...
Vá samt hvað það er nú ljúft að það sé að koma HELGARFRÍ ég tala nú ekki um ef veðrið verður svona ljúft...
Jæja lestrahestar ég ætla að fara að tékka á kvöldmatnum hvað er að gerast með hann...
Segjum þetta gott af okkur í bili.
Kv. Sú Gamla og Karlarnir hennar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home