sunnudagur, mars 26, 2006

Sunnudagur og búið að breyta klukkunni

Góða kvöldið,
já nú er komið hálfgert kvöld hjá okkur samt er enn BJART úti!! Vorum sem sagt að flýta klukkunni um einn klukkara í dag, og það munar nú alveg um það skal ég segja ykkur.
Dagurinn í dag byrjaði rosalega vel, Kriss vaknaði við fyrsta hanagal og dreif sig fram úr og reyndi að vekja Gamla settið en tókst því miður ekki svo næst hljóp hann niður og réðst á Oliver og náði honum fram úr og gat fengið hann í að kveikja á TV fyrir sig (já já barnatíminn)... Svo fengum við þessi Gömlu að sofa áfram og þeir bræður voru bara eins og ljós bæði að glápa á TV og leika sér bara snilld... Þegar við fórum svo loksins fram úr þá reyndum við að pína í þá bræður morgunmat sem gekk svona misvel en hófst á endanum..
Var svo ákveðið að skella sér niður í miðbæ og kíkja á safn (sem Oliver fór á hér fyrr í vetur með skólanum) rötuðum ekki alveg svo við tókum bara góðan göngutúr niðri í bæ sem var líka bara ljúft enda var +15°C og ekki kvartar maður yfir því eða hvað??? Samt var nú svona grámyglulegt úti og hafði sko HELLI RINGT í alla nótt og morgun, þegar við fórum nú út var þurrt.
Fórum svo heim eftir fínan göngutúr og þá var ákveðið að baka, og ekki leiddist okkur það, það voru Muffins og Kanilsnúðar á boðstólnum, ekki amalegt það!!! Þetta var bara ljúft, fá heita snúða og heitt Muffins...
Strákarnir voru rosa góðir að leika sér saman meðan þetta var sett í ofninn bara eins og ljós svo var borðað...
Ma ákvað svo að skella Kriss í sturtu (lét að vísu karlinn sjá um það) og á nú eftir að henda Oliver í sturtu (en þetta er alveg merkilegt það er sko þvílíkt vesen að koma þeim í sturtuna en þegar þeir fara svo inn þá neita þeir gjörsamlega að fara úr henni, alveg merkilegt)...
Svo verða það bara róleg heit hjá okkur í kvöld enda sunnudagur og skóli hjá öllum í fyrramálið!!
Segjum þetta bara gott í bili...
Kv. Lúxararnir með þetta líka fína VOR VEÐUR....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home