Erum ekki DAUÐ....
Góðan daginn,
Þá komst ég í tölvuna hans Reynsa frænda og get þar af leiðandi bloggað smá á hans tölvu, vá hvað það var nú gott að hún var hér.... Vá er að verða geðveik að geta ekki notað alla takkana á hinni, þarf að gefa mér/okkur tíma í að kíkja á þetta....
En nóg um það.
Það er sko búið að vera ógeð mikil RIGNING hjá okkur en samt fínt hitastig og svo já á kvöldi hættir yfirleitt rigningin í smá tíma og sólin sýnir sig og þá er veðrið sko bara yndislegt, en við megum svo sem ekkert kvarta hér er grasið að verða allt GRÆNT og flott og já blóm og tré að lifna við úr dái, þessi tími er sko bara yndislegur og æðislegur og allt það... Vá þetta er bara æðislegt...
En Oliver er enn að brillera í stærðfræðinni veit sko alveg hvaðan hann hefur það og tek það skýrt fram að það kemur EKKI frá Pabba hans ef einhverjum skyldi nú detta það í hug!!!!
En hann er svo sem líka allur að koma til í þýskunni fékk 38 á síðasta prófi og það sem hann er sko stoltastur yfir þessi elska er að hann er ALDREI lægstur á prófunum hérna og það skiptir hann miklu máli, samt sagði hann nú við mömmu sína í gær "mamma ef ég væri í skóla á Íslandi þá fengi ég sko alltaf miklu hærra en hérna því oft kemur fyrir að ég skil ekki alveg hvað ég á að gera það kæmi sko ALDREI fyrir mig á Íslandi".... En það er bara eins og það er, en mamma hans segir honum alltaf hversu heppinn hann er að eiga Mömmu og Pabba sem elska hann og eru að reyna að gera lífið í framtíðinni fyrir hann auðveldar hva ef hann verður alltaf hérna og getur eftir nokkur ár talað reiðbrennandi MÖRG tungumál þá getur hann nú alltaf selt sig dýrt og fengið fína vinnu (og okkar manni þykir það nú ekki leiðinlegt, en ef við verðum áfram hér þá kemur Oliver til með að tala Íslensku, Ensku, Lúxí, Þýsku og Frönsku ekki amalegt að kunna svona mörg tungumál í framtíðinni hvað þá upp á 10 að vera fær um að skrifa, tala og lesa á öllum þessum tungumálum það er sko meira en við pabbi hans getum í dag, sagði við hann að svo þegar hann yrði stærri myndi hann kanski geta lesið Dönsku með mömmu sinni en mamma hans er alveg húkkt á dönskum blöðum).... En auðvita er alltaf erfitt að vera í burtu frá fjölskyldu og vinum en svona er þetta bara þegar maður býr í útlöndum!!! Oliver er náttúrulega líka að brillera í Takewondo vá hvað Mamma verður alltaf stolt þegar hún fer að horfa á strákinn sinn, ófeiminn við að slást við stóru strákana og já duglegur að spraka hátt með látum og allur pakkinn... Já hann Oliver er nú flottur ungur maður (þó svo ég segji sjálf frá)...
Nóg af Stóra stráknum mínum, nú að Stubb sem við elskum líka mikið... Vá hann er sko mikið að þroskast og stækka (sagði svo eitthvað við mömmu sína á Lúxí og Ma skyldi hann bara alls ekki veit ekkert hvað þetta orð þýðir og kann ekki einu sinni að hafa það eftir, vantaði alveg Oliver til að þýða fyrir mig).. Hann er líka duglegur og sáttur í skólanum, hefur náttúrulega aldrei þótt neitt mál að fara í skólan en hann er að verða ánægðir í skólanum sem skiptir miklu máli svo er hann að deyja úr stolti yfir því að fá að fara næsta vetur í Olivers skóla, já maður stækkar mikið við það... Bara fyndið nú eigum við Gamla settið að fylla út umsókn fyrir Kriss og þar er spurt um móðurmál "Íslenska" annað tungumál sem barnið kann "já Ma ætlar bara að skrifa er að læra Lúxí í skólanum" vá þakka fyrir tölvuorðabókina sem við fengum frá Eddý og Langömmu og orðabækurnar sem við eigum á Þýsku/Ensku og já bara www.google.com sem eru með language tools til að þýða hvar værum við án þeirra.... Við værum mjög illa stödd, þetta hefur sko hjálpað okkur mikið... Já eins náttúrulega dönsku kunnátta okkar en það eru nú mörg orð svipuð í dönsku og þýsku þó svo framburðurinn sé allt annar og orðið kanski aðeins öðruvísi skrifað... Já það er að hjálpa okkur núna að hafa búið annars staðar en bara á Íslandi...
Annars bíður Kriss núna spenntur eftir sólinni því þá veit hann að Amma sæta ætlar að koma og vera hjá honum í smá tíma... Jú við erum að kenna honum stafina (gengur svona misvel skal ég segja ykkur, hann er bara ekki sami áhugamaðurinn um þetta og Oliver var á hans aldri, enda bara gott að þeir séu ekki nákvæmlega eins)... Stubbur okkar er svo sem alveg nóg að læra samt, lang yngstur í skólanum en þarf samt að taka þátt í öllu og það bara gerir honum gott ekki satt???
Við Gamla settið erum alla vegana rosalega STOLT og MONTINN af þessum sonum okkar, þeir eru bara duglegir og bíta á jaxlinn ef þess þarf og það veit ég líka hvaðan þeir hafa, bara fyrir ykkur hin að giska... Þeir eru ótrúlega duglegir og duglegir að aðlagast breyttum aðstæðum..
Annars erum við farin að telja dagana niður í Páskafrí en það er bara einn skóladagur eftir af þessari viku og svo öll næsta vika, já fríið byrjar sem sagt 8.apríl og er búið 23. apríl bara ljúft... Hlökkum mikið til að fá að sofa út og gera eitthvað skemmtilegt saman, vonum bara að rigningin verði hætt fyrir þann tíma svo við getum tekið til í garðinum og verið úti að leika okkur...
Segjum þetta gott þangað til í kvöld ....
Kv. Mamma Mont og karlarnir
Þá komst ég í tölvuna hans Reynsa frænda og get þar af leiðandi bloggað smá á hans tölvu, vá hvað það var nú gott að hún var hér.... Vá er að verða geðveik að geta ekki notað alla takkana á hinni, þarf að gefa mér/okkur tíma í að kíkja á þetta....
En nóg um það.
Það er sko búið að vera ógeð mikil RIGNING hjá okkur en samt fínt hitastig og svo já á kvöldi hættir yfirleitt rigningin í smá tíma og sólin sýnir sig og þá er veðrið sko bara yndislegt, en við megum svo sem ekkert kvarta hér er grasið að verða allt GRÆNT og flott og já blóm og tré að lifna við úr dái, þessi tími er sko bara yndislegur og æðislegur og allt það... Vá þetta er bara æðislegt...
En Oliver er enn að brillera í stærðfræðinni veit sko alveg hvaðan hann hefur það og tek það skýrt fram að það kemur EKKI frá Pabba hans ef einhverjum skyldi nú detta það í hug!!!!
En hann er svo sem líka allur að koma til í þýskunni fékk 38 á síðasta prófi og það sem hann er sko stoltastur yfir þessi elska er að hann er ALDREI lægstur á prófunum hérna og það skiptir hann miklu máli, samt sagði hann nú við mömmu sína í gær "mamma ef ég væri í skóla á Íslandi þá fengi ég sko alltaf miklu hærra en hérna því oft kemur fyrir að ég skil ekki alveg hvað ég á að gera það kæmi sko ALDREI fyrir mig á Íslandi".... En það er bara eins og það er, en mamma hans segir honum alltaf hversu heppinn hann er að eiga Mömmu og Pabba sem elska hann og eru að reyna að gera lífið í framtíðinni fyrir hann auðveldar hva ef hann verður alltaf hérna og getur eftir nokkur ár talað reiðbrennandi MÖRG tungumál þá getur hann nú alltaf selt sig dýrt og fengið fína vinnu (og okkar manni þykir það nú ekki leiðinlegt, en ef við verðum áfram hér þá kemur Oliver til með að tala Íslensku, Ensku, Lúxí, Þýsku og Frönsku ekki amalegt að kunna svona mörg tungumál í framtíðinni hvað þá upp á 10 að vera fær um að skrifa, tala og lesa á öllum þessum tungumálum það er sko meira en við pabbi hans getum í dag, sagði við hann að svo þegar hann yrði stærri myndi hann kanski geta lesið Dönsku með mömmu sinni en mamma hans er alveg húkkt á dönskum blöðum).... En auðvita er alltaf erfitt að vera í burtu frá fjölskyldu og vinum en svona er þetta bara þegar maður býr í útlöndum!!! Oliver er náttúrulega líka að brillera í Takewondo vá hvað Mamma verður alltaf stolt þegar hún fer að horfa á strákinn sinn, ófeiminn við að slást við stóru strákana og já duglegur að spraka hátt með látum og allur pakkinn... Já hann Oliver er nú flottur ungur maður (þó svo ég segji sjálf frá)...
Nóg af Stóra stráknum mínum, nú að Stubb sem við elskum líka mikið... Vá hann er sko mikið að þroskast og stækka (sagði svo eitthvað við mömmu sína á Lúxí og Ma skyldi hann bara alls ekki veit ekkert hvað þetta orð þýðir og kann ekki einu sinni að hafa það eftir, vantaði alveg Oliver til að þýða fyrir mig).. Hann er líka duglegur og sáttur í skólanum, hefur náttúrulega aldrei þótt neitt mál að fara í skólan en hann er að verða ánægðir í skólanum sem skiptir miklu máli svo er hann að deyja úr stolti yfir því að fá að fara næsta vetur í Olivers skóla, já maður stækkar mikið við það... Bara fyndið nú eigum við Gamla settið að fylla út umsókn fyrir Kriss og þar er spurt um móðurmál "Íslenska" annað tungumál sem barnið kann "já Ma ætlar bara að skrifa er að læra Lúxí í skólanum" vá þakka fyrir tölvuorðabókina sem við fengum frá Eddý og Langömmu og orðabækurnar sem við eigum á Þýsku/Ensku og já bara www.google.com sem eru með language tools til að þýða hvar værum við án þeirra.... Við værum mjög illa stödd, þetta hefur sko hjálpað okkur mikið... Já eins náttúrulega dönsku kunnátta okkar en það eru nú mörg orð svipuð í dönsku og þýsku þó svo framburðurinn sé allt annar og orðið kanski aðeins öðruvísi skrifað... Já það er að hjálpa okkur núna að hafa búið annars staðar en bara á Íslandi...
Annars bíður Kriss núna spenntur eftir sólinni því þá veit hann að Amma sæta ætlar að koma og vera hjá honum í smá tíma... Jú við erum að kenna honum stafina (gengur svona misvel skal ég segja ykkur, hann er bara ekki sami áhugamaðurinn um þetta og Oliver var á hans aldri, enda bara gott að þeir séu ekki nákvæmlega eins)... Stubbur okkar er svo sem alveg nóg að læra samt, lang yngstur í skólanum en þarf samt að taka þátt í öllu og það bara gerir honum gott ekki satt???
Við Gamla settið erum alla vegana rosalega STOLT og MONTINN af þessum sonum okkar, þeir eru bara duglegir og bíta á jaxlinn ef þess þarf og það veit ég líka hvaðan þeir hafa, bara fyrir ykkur hin að giska... Þeir eru ótrúlega duglegir og duglegir að aðlagast breyttum aðstæðum..
Annars erum við farin að telja dagana niður í Páskafrí en það er bara einn skóladagur eftir af þessari viku og svo öll næsta vika, já fríið byrjar sem sagt 8.apríl og er búið 23. apríl bara ljúft... Hlökkum mikið til að fá að sofa út og gera eitthvað skemmtilegt saman, vonum bara að rigningin verði hætt fyrir þann tíma svo við getum tekið til í garðinum og verið úti að leika okkur...
Segjum þetta gott þangað til í kvöld ....
Kv. Mamma Mont og karlarnir
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home