sunnudagur, apríl 02, 2006

Laugardagur og alla vegana veður....

Góða kvöldið
Vá þá erum við búinn að fá sól með +18°C, rigningu og fullt af henni, haglél og eldingar, og þetta var bara fínt væri samt til að losna við Rigninguna og fá bara SÓL og ++++....
Best að byrja á því sem gerðist í gærkvöldi já Oliver slasaði sig eina ferðina enn á Takewondo æfingu samt ekkert alvarlega, ekki meira en það að hann fór á æfingu í dag...
En já dagurinn byrjaði ELDSNEMMA í morgun hjá Kriss og hann fór bara að dunda sér og ekkert mál, restin af familíunni fékk að sofa út sem var bara ljúft... Svo fórum við á fætur eitt af öðru og var þá farið í það að hafa sig til og fara út... Ekki má gleyma því að í dag er 1. apríl svo við Oliver byrjuðum daginn á því að plata Pabba (Bjarna), svo Reynsa frænda og loks Ömmu sætu, um að gera að nota daginn í það að ljúga ekki satt... Tek það samt fram að hér á blogginu í dag verður ENGIN LYGI við erum búinn með skammtinn....
Oliver var svo keyrður á æfingu og ákváðum við ÖLL að horfa á hann (Oliver var smá svona ragur fyrst enda ekki skrítið miðað við öll áföllinn sem hafa orðið á stuttum tíma en þetta gekk nú sem betur fer yfir hjá honum)... Eftir æfinguna ákváðu karlarnir að skella sér í körfubolta (fóru upp í skóla hjá Oliver) Ma var bara heima að baka súkkulaðiköku handa strákunum sínum.. Svo komu Pabbi og Kriss heim (já Kriss hlandblautur enda búinn að leika sér í báðum pollunum sem voru á leikvellinum, um að gera að hoppa í þeim ekki satt???).. En pabbi hljóp aftur til Olivers með vatn að drekka en það voru einhverjir krakkar úr skólanum að leika sér og Oliver vildi halda áfram að leika með þeim (enda já þetta er svo lítil skóli hér að allir þekkja alla með nafni og allir fá að vera með í leiknum sem er sko bara frábært mál, Ma ákvað með sveitaskólan hérna, aldrei neinn skilin útundan og það skiptir sko miklu máli)...
Oliver kom svo hlaupandi heim þegar úrhellið og haglið byrjaði (enda bara úti á bolnum).. Kom ákkúrat heim í heita köku ekki amalegt það... Eftir kökuna fór svo Oliver að leika sér í PS2 og Kriss að dunda sér og stríða svona eins og honum einum er lagið líkt...
Svo var farið að horfa á Íslenska Idolið (Ma var sko ekki sátt við það að Bríet Sunna datt út, vildi hafa hana áfram enda var hún mun betri en Ína í gær).... Svo fór ma með Kriss að sofa sem sofnaði á nóinu enda var farið aðeins seinna en venjulega með hann í bælið í dag og hann bara má ekkert við því enda vaknar hann svo snemma að honum veitir ekkert af því að fara eldsnemma í bælið líka (já hann er að fara upp í rúm milli klukkan 19 og 19:30 og erum við búinn að seinka þessu um hálftíma núna á síðasta hálfa árinu áður var það í bælið milli 18:30 og 19, hann Kriss okkar er sko að verða 4 ára núna í ágúst og ég held sko að hann Oliver okkar hafi farið mun seinna að sofa á sama aldri)....
Svo núna sefur Kriss, kominn langt inn í draumaheiminn, Unglingurinn er að horfa á TV enda má hann vaka lengur enda laugardagur, Gamli að vinna og ég Prinsessan á bænum að blogga...
Jæja segjum þetta gott af okkur...
Kv. Ég og karlarnir

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gott að þu slasaðist ekkert Oliver minn og frábært veður hérna er -7 og vindur mjög kalt
kv og þúsund kossar
amma

sunnudagur, apríl 02, 2006 2:42:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home