mánudagur, apríl 03, 2006

Æðislegur Sunnudagur með frábæru veðri...

Góða kvöldið góðir hálsar
Vá héðan úr Lúxlandinu segjum við sko bara fínt, enda ekkert annað hægt, búið að vera geggjað veður hjá okkur seinni partinn í dag (er að tala um út að hjóla, ganga á bolnum)..
Dagurinn byrjaði á mjög svo ókristilegum tíma hjá honum Kriss okkar sem er samt orðinn svo fullorðinn að hann fór bara að leika sér sjálfur og leyfði okkur hinum að sofa, svo vaknaði Oliver og þá fóru þeir að leika sér og horfa á TV bara góðir, á endanum fórum við Gamla settið á fætur.... Þá var tóm leti í gangi enda var helli rigning og þoka (ekkert skemmtilegt). Oliver ákvað svo að lesa Matreiðslubókina mína og Mikka og fann þar uppskrift af Pönnslum og bað um að fá að baka svoleiðis sem var sko bara í fínu lagi (sá um nánast allt sjálfur, sá Gamli hjálpaði honum við að setja pönnslurnar á pönnuna)... Svo þeir bræður gúffuðu í sig Pönnslunum...
Þegar fór svo að líða á daginn byrjaði veðrið nú að lagast og var þá ákveðið að fara út, Oliver ákvað að fara á hjólinu svo Kriss heimtaði að fara líka á sínu (fékk á endaum að fara bara á þríhjólinu).. Löbbuðum við frekar langan hring í góða veðrinu enda vá þegar sólin skein var bara æðislegur hiti og flott heit.. Ma labbaði með alla jakkan þar sem hún lét strákana sína út í flíspeysu og var það bara of mikið.. Þeir voru fljótir að fara úr þeim enda bara þessi fíni hiti... Fórum heim og fór Ma þá í það að elda fyrir strákana sína kvöldmat enda var klukkan orðin margt, á meðan fóru þeir feðgar allir í garðinn að leika sér og setja út sólstólana okkar, enda alveg kominn tími á að setja þá út skal ég segja ykkur... Þetta var bara æðislegt... Og voru þeir ekkert sáttir að koma inn rétt fyrir 20 til að borða kvöldmat og fara að sofa, NEI ALLS EKKI.. En þeir þurfa bara að þrauka þessa viku svo er komið frí og þá getum við farið að vaka lengur og sofa út ;-) vá hvað okkur hlakkar til....
En já ef ykkur langar virkilega að vita það þá er grasið á akrinum orðið ROSALEGA GRÆNT og já öll villiblóm löngu byrjuð að springa út og hér í garðinum eru Páskaliljurnar að fara að byrja að opna sig hægt og rólega (sáum í dag að í mörgum görðum eru þær byrjaðar að springa út).. Það er bara komið VOR já þetta sem við erum búin að bíða eftir í marga marga mánuði... En þetta er bara ljúft... Getum ekkert kvartað þó svo það rigni hjá ykkur...
Segjum þetta gott af okkur á þessum yndislega sunnudegi...
Verið nú góð hvert við annað.
Farið vel með ykkur....
Kv. Lúxararnir með Vor veðrið

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home