mánudagur, apríl 03, 2006

Ný vika byrjuð ;-) og Stærðfræðipróf

Helló everybody,
Jæja hvað segið þið þá?? Við hérna í Lúxlandinu segjum sko bara GOTT enda hvað annað hægt. Komið þetta fína VOR veður hér (búið að vera marga daga í röð) og Páskaliljurnar að byrja að springa út í garðinum þetta er bara yndislegt....
Nóg um það..
Í dag var sko nóg að gera, Oliver fór á fætur við fyrsta hanagal en það var víst ekki eins auðvelt að koma bróðir hans á fætur, ó NEI Kriss var þreyttur og nennti ekki að fara framúr, en jú jú það tókst nú sem betur fer á endaum... Svo skutlaði Ma strákunum sínum í skólan....
Í hádeginu var svo Gamla settið mætt saman að sækja Kriss fórum í smá bíltúr og pósthúsið áður en Oliver var sóttur.. Svo var farið heim og reynt að troða mat í þá bræður, var frekar mikið erfitt að fá Oliver til að borða en Kriss var sko að drepast úr hungri...
Svo skutluðum við karlinum í vinnu og svo Oliver í skólan enda var langur dagur hjá honum.. Við Kriss drifum okkur heim og vildi Kriss endilega fara út í garð að leika sér í góða veðrinu og það var bara hið besta mál ég gat þá þrifið niðri í sjónvarpsherberginu ákvað meiri segja að þrífa rúðurnar að innan og utan og það þótti Kriss ekki leiðinlegt (ég hafði miklar áhyggjur allan tíman af því að hann myndi gerist Emil í Kattholti og fara að henda Mold í rúðurnar en NEI sem betur fer ekki hann fékk ekki horn og hala fannst bara fyndið að ég væri að þrífa rúðurnar úti).... Kriss kom svo inn á ákkúrat réttum tíma (já þegar ég var að klæða hann úr komu smá haglél, og svo úrhellis rigning)...
Við vorum svo bara að chilla þangað til við fórum og sóttum Oliver í skólan... Verðum að MONTA OKKUR Á HONUM eins og svo oft áður já já okkar maður fékk 49 á stærðfræðiprófinu af 60 mögulegum (sem gera hva 8,2 á íslenskum mælikvarða) það var nú samt frekar sorglegt að hann var með margar klaufavillur en svona er þetta bara, hann er greinilega að flýta sér strákurinn þegar hann er að taka prófin í skólanum þar sem hann er oft að fá 10 þegar hann er að leysa svipuð dæmi hjá Ma... En við erum að sjálfsögðu ánægð með þennan árangur hans Olivers enda alveg klárt hvaðan þessir hæfileikar hans koma... Ekki nokkur spurning, strákurinn er klár eins og Mamma sín (já með stóru Mi)...
En já Oliver kom heim og lærði fullt svo var það bara afslöppun hjá þeim bræðrum þeir voru rosalega góðir saman og svo svakalega duglegir að borða kvöldmatinn (greinilegt að ma hitti í mark í kvöldmatnum)....
Eftir matinn var það smá leikur svo bælið fyrir Kriss enda hann búinn að vera rosalega þreyttur í dag, Oliver fær hins vegar að vaka lengur....
Verð að segja ykkur af honum Oliver ótrúlega, þessi elska, já hann var búinn að fræða okkur foreldra sína um það að það yrði ekki próf í þessari viku í skólanum (sem ég var bara mjög ánægð með) en jú svo segir hann áðan yfir kvöldmatnum, "æji mamma ég væri bara til í að hafa próf í hverri viku, getur þú ekki bara búið til próf sem ég á að taka bara hjá þér, er ekki bara fín hugmynd að þú búir til próf sem er bæði stærðfræði og þýskupróf, jú mér líst vel á það" já hann er nú stundum alveg ótrúlegur... Svo jú jú Ma sagði ef hann vildi þá gæti hún að sjálfsögðu búið til próf hann mætti hugsa þetta í dag og morgun og svo vill ég fá info vill hann taka próf heima á fimmtudag eða ekki... Já hann ræður því sjálfur....
Jæja gott fólk, segjum þetta fínt af upplýsingum í dag...
Kv. Við með VOR veðrið

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home