föstudagur, apríl 07, 2006

Annar í SÓLBAÐI :-)

Dagurinn í dag er sko bara búinn að vera ÆÐISLEGUR, já það var farið í skólan í morgun og keyrði sá Gamli þá bræður og það þótti þeim sko ekki leiðinlegt (ef þeir mættu ráða þá væri Karlinn alltaf heima hjá okkur og alltaf heima til að keyra þá í skólan).. En svo mætti ma ein að sækja Kriss í hádeginu og drifum við okkur heim þar sem við ætluðum að labba að sækja Oliver og áttum eftir að taka matinn inn úr bílnum sem sú Gamla var að versla og já Gaskútinn og svona... Drifum við draslið inn úr bílnum og svo örkuðum við af stað eftir Oliver enda var æðislegt veður komið þá.. Þegar við komum svo aftur heim eftir að hafa sótt Oliver drifu allir sig út á svalir í hitana og blíðuna vá hvað þetta var ljúft allt saman lágum eins og SKÖTUR í hitanum bara ljúft og áður en ég vissi af var Kristofer kominn úr ÖLLU og já ég er að tala um úr ÖLLU (náði að tala hann aftur í nærbrækurnar sem betur fer).... Svo var bara leti í hádeginu og ákváðum við af því við vorum svo sein að skutla bara Oliver í skólan eftir hádegi... En eftir skutlið hentumst við Kriss aftur á svalirnar og vorum bara í leti (og vá hvað hann var duglegur að dunda sér og leika sér sjálfur, hann er sko allur að lagast hvað það varðar)... Jæja svo löbbuðum við snemma af stað að sækja Oliver eftir skóla og Kriss söng eitthvað á Lúxemborgísku alla leiðina og mamma hans skyldi ekki NEITT (Kriss fór á stuttubuxum og stuttermabol að sækja Oliver og vakti mikla athygli fyrir það en Lúxararnir eru ekki farnir að klæða sig jafn létt og við skal ég segja ykkur)....
Fórum öll saman heim og þá var farið í algjört afslappelsi fórum á svalirnar að leika og skemmta okkur bara rólegt og fínt... Svo kom nú Karlinn okkar heim og þá var ákveðið að GRILLA enda Ma búinn að redda Gasinu og til kjöt á Grillið vá hvað þetta var ljúft (höfum nefnilega ekki grillað lengi) en þetta var alveg nauðsynlegt til að komast í VOR/SUMAR gírinn skal ég segja ykkur...
Eftir matinn var bara róleg heit svo fóru feðgarnir saman á Takewondo æfingu meðan Ma svæfði hann Kriss okkar sem var sko vel dasaður eftir daginn...
Svo það er ekki hægt að kvarta yfir neinu héðan... Strákarnir báðir komnir í Páskafrí og við Öll kominn í alvöru VORFÝLING...
Jæja segjum þetta gott af okkur í bili...
Kv. Við með þetta fína VORVEÐUR

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home