laugardagur, apríl 08, 2006

Laugardagur og EKKERT SÓLBAÐ

helló,
þá er komið laugardagskvöld hjá okkur í Lúxlandinu, sem er nú bara alveg ágætt. Við búin að eiga alveg ágætisdag í dag, að vísu komumst við ekkert í sólbað og vorum við Kristofer bara alls ekkert ánægð með það, en hey megum við KVARTA???? Ég bara spyr?
Stubbur okkar vaknaði ELDSNEMMA í morgun og var bara sjálfum sér nógur, fór að leika sér og dunda sér við vissum bara ekkert af honum fyrr en Ma var að rumska þá kom Kriss hlaupandi og bauðst til að lesa fyrir mömmu sína sem hann náttúrulega fékk að gera.... Ma og Kriss fóru svo saman niður og ákváðu að fá sér morgunmat og drífa sig niður og kíkja á Íslenska Idolið og sjá hver myndi vinna, við getum nú ekki beðið endalaust eftir að sjá úrslitin... Vorum sko ánægð að sjá hann Snorra vinna (enda fannst okkur hann betri en Ína)....
Ma og Kriss fóru svo og klæddu sig og skutluðu Pabba í vinnuna, komu við í búðinni á leiðinni heim (en Oliver unglingur nennti sko alls ekki með út)... Drifum okkur svo heim að tékka á því hvort það væri komið sólbaðsveður eða hvað, en NEI svo gott var það nú ekki... En við hittum nágranna okkar (einn af þeim) og fór hann að spyrja Ma hvort það væri allt í lagi að hann væri alltaf að gefa Kriss súkkulaði (halló okkar maður hefur nú ekkert sagt Ma frá því) og jú jú hann mátti það nú og svo fór hann að segja okkur hvað hann og konan hans væri hrifinn af Kriss og að þau væru alltaf að fylgjast með Kriss þegar hann væri úti að leika (en nota bene Kriss er bara svona yndislegt barn alltaf BROSANDI og bræðir alla með sínu FALLEGA BROSI og hann hættir ekkert fyrr en hann fær sína athygli)... Sem er sko bara hið besta mál hann er alla vegana kominn með aðdáendur á hinum ólíklegustu stöðum....
Fórum svo eftir hádegi og skutluðum Oliver á æfingu, sóttum svo Pabba og kíktum svo öll saman á Oliver á æfingunni... Eftir æfinguna fórum við heim og þá var ákveðið að fara út að hjóla þar sem veðrið var bara alveg ágætt það var svona á bilinu 14°C - 15°C í dag en samt ROK og það leist okkur ekkert á... Þegar heim var komið fór Kriss út í garð að leika sér og Oliver upp í PS2... Svo var bara róleg heit fram að kvöldmat... Eftir kvöldmat fór Oliver aftur inn í PS2 en Kriss fór að leika sér og svo niður með Pabba að kíkja á TV, núna á hann nú samt að fara að drífa sig í bælið enda kominn svefntími fyrir hann (og trúið mér hann Kriss okkar þarf sinn svefn því ef hann fer of seint að sofa þá verður hann þessi elska okkar sko Gudda Geðgóða)...
Jæja svona er það nú bara, við þessi fullorðnu og Unglingurinn ætlum hins vegar að hafa það gott og horfa á bíó þegar Stubbur er sofnaður...
Segjum þetta gott í bili...
Verði góð hvert við annað...
Kv. Lúxararnir

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home