miðvikudagur, apríl 19, 2006

Súkkulaðihátíðin BÚIN...

Góða kvöldið,
Vá hvað þetta er búinn að vera rólegur og góður dagur hjá okkur og fann maður mikinn mun á Stubb okkar (þar sem í dag var ekkert súkkulaði, engin sykur)...
Stubbur okkar vaknaði náttúrulega fyrstur og hljóp hann niður að kíkja á Oliver þar sem Oliver sofnaði í sófanum í gærkvöldi og ekki þótti Kriss það leiðinlegt að Oliver gæti bara kveikt strax á sjónvarpinu fyrir sig... Voru þeir niðri svaka góðir bara að leika sér. Ma ákvað svo að skella sér aðeins út og vildum við bræður þá bara vera heima og vorum eins og ljós meðan hún var í burtu ekkert vesen (já Unglingurinn á heimilinu er bara orðinn svo duglegur að passa að það er ekkert venjulegt, bara duglegur drengurinn)...
Þegar Ma kom svo heim var ákveðið að skella sér í föt og fara eitthvað út enda var æðislegt veður hjá okkur í dag hitinn fínn og sólin fékk að sýna sig svona annað slagið... Ákváðum við að skella okkur í göngutúr niður í bæ, bara notalegt. Um það leyti sem við vorum að fara út kom karlinn heim úr vinnunni svo við buðum honum með okkur í bæinn og jú hann hélt það nú!!! Tókum langan góðan göngutúr í bænum, ma náði að kíkja í H&M og fann þar kvartbuxur á okkur bara flottar. Skelltum okkur svo á MacDonalds uppáhalds staðinn okkar :-), fengum okkur að borða og svo út aftur, enda var já veðrið bara gott!!!!
Fórum svo bara heim í róleg heitin enda ekkert annað hægt í stöðunni, vorum að leika okkur og slappa af, svo var bara bælið sem beið Kristofers og var hann greinilega þreyttur stubburinn okkar sofnaði á mettíma (ég er að tala um 2 síðustu súkkulaðidagana hefur bara verið vesen að ná honum niður til að fara að sofa, svo greinilega hefur sykurinn þessi áhrif á hann)... Oliver fær nú að vaka eitthvað lengur þar sem skólinn hjá þeim byrjar ekki fyrr en næsta mánudag svo við eigum tæpa viku eftir af frí, bara notalegt enda á hitinn að hækka mikið hjá okkur í þessari viku á að vera komið í og yfir 20°C fyrir vikulok... Bara huggulegt..
Endum þetta á því að segja "GÓÐA FERÐ AMMA SÆTA, njóttu þess nú að komast í vorblíðuna í Danaveldi, já og GÓÐA SKEMMTUN".
Segjum þetta gott í bili...
Kv. Lúxararnir með VORVEÐRIÐ GÓÐA

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað ég öfunda ykkur af þessu góða veðri ! Vildi bara óska þess að ég væri þarna hjá ykkur :-)
Knús og kossar,
Elísabet

miðvikudagur, apríl 19, 2006 2:25:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home