laugardagur, apríl 15, 2006

Alveg að koma Páskar.....

Jæja þá fer loksins súkkulaðihátíðin að ganga í garð, okkur til mikillar gleði, var rétt í þessu að fela 2 páskaegg fyrir hann Oliver en hann vildi endilega að mamma myndi fela sín egg. Vildi helst líka að Mamma myndi líka fela eggin hans Kriss en við sjáum nú til með það!!!
Annars byrjaði dagurinn náttúrulega eins og alltaf, hann Kriss okkar vaknaði en í dag ákvað hann að lesa fyrir foreldra sína las "Bláu könnuna" já þá líka skemmtilegu bók, right!!! Svo fórum við nú á fætur enda ekkert annað í boði!!
Ákváðum að skella okkur út í göngutúr enda var ágætisveður ekki nein sól en samt ágætur hiti.. Fórum í langan góðan göngutúr að vísu fór hann Oliver á hjólinu sínu en hann var sko alltaf langt langt á undan okkur og bað á endanum bara um fá húslykla til að fara bara heim, nennti ekki að bíða eftir 0kkur lengur!!!
Drifum okkur heim og þá fóru Ma og Kriss á bensínstöðina og keyptum ís handa liðinu. Fórum svo heim og fengum okkur ís!!! Eftir það tók við vinna hjá Pabba, Kubbar hjá Oliver (er að kubba gröfu) og Kriss ákvað að fara frekar í það að horfa á Dýrin í Hálsaskógi heldur en að hjálpa kellunni að taka til!!!!!
Fengum okkur svo bara að borða og við tók tóm leti hjá okkur Kriss alla vegana!!!
Við Kriss ætlum núna að kíkja á hann Svamp Sveinsson vin okkar meðan Oliver Kubbar....
Annars verður bara gaman að fá alvöru Íslenskt páskaegg á morgun...
En segjum þetta bara gott í bili...
Þangað til á morgun...
Addý..
Kv. Lúxararnir

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home