föstudagur, apríl 14, 2006

Föstudagurinn LANGI...

Helló
Dagurinn í dag byrjaði óvenju seint, þar sem Kriss okkar er orðinn svo stór, að vísu fór hann að tala við Pabba sem var bara nýkominn heim úr vinnunni, en svo leyfði hann Karlinum að fara upp að sofa og fljótlega kom nú Oliver niður og var bara að passa bróðir sinn.. Þegar ma kom svo niður sá hún til þess að strákarnir myndu nú fá sér að borða.. Stutt seinna var svo dinglað hjá okkur já Pósturinn að koma með PÓST já á Föstudaginn Langa (það leið næstum yfir mig).... En ég ákvað bara í staðinn að við ættum bara að skella okkur með strætó í bæinn... Fyrst þurftu nú allir að klæða sig og gera sig ready og um það leyti sem við vorum klár vaknaði karlinn svo við drógum hann bara með okkur í bæinn í strætó.. Og þar fékk ég nú annað sjokkið já ALLAR BÚÐIR niðri í bæ voru opnar þetta er greinilega hér bara eins og venjulegur föstudagur! Það var sko allt opið allar fatabúðir og allur pakkinn.. Við spókuðum okkur í bænum í smá rigningarúða en ekkert alvarlegt. Svo kom sú gamla með þá hugmynd að labba bara heim og jú það voru allir til í það, að vísu kom svona aðeins meiri rigningarúði en við lifðum þetta alveg af.. Tókum smá svona krók á leiðinni heim fórum í gegnum svona smá skóg á leiðinni bara sport ekki satt??? Svo þegar heim var komið fóru allir að borða, pabbi fór svo að vinna en við hin ætluðum að slappa af, sem endaði þannig að Ma og Kriss fóru að þvo þvott og taka smá til og Oliver fór að kubba bíl svo já það var svo sem ekki mikil afslöppun en samt...
Svo já erum við núna að setjast niður þýðir ekkert annað, Kriss á að fara að fara í bælið enda alveg kominn tími á það hjá honum, Oliver ætlar að fara í PS2 að leika sér, við hin förum bara í leti eða já ég fer að koma mér í American Idol stellingar...
Svo já það mætti segja að þetta hafi verið mjög svo óvenjulegur Föstudagurinn Langi hér í Lúxlandi bara allt opið!!
En svona er það bara, sinn er siðurinn í hverju landi...
Á nú nokkra góða brandara frá Danó en ég ætla ekki að fara að rifja þá upp hér!!!!
Segjum þetta gott í bili...
Kv. Lúxararnir

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home