föstudagur, apríl 14, 2006

Ice Age 2

Jæja jæja jæja
Þá er komið fimmtudagskvöld og við búinn að gera já bara LETILEGA hluti í allan dag... Kriss okkar vaknaði að sjálfsögðu FYRSTUR eins og alltaf og fór Ma með honum niður og voru þau sko bara að chilla þangað til Oliver kom niður, þá fóru þeir bræður að skemmta sér!!! Ma fór svo upp og píndi Pabba á fætur svo við gætum farið að gera eitthvað.. Þegar allir voru komnir í föt og ready til að fara út kom Ma með frábæra hugmynd, já við ættum bara að skella okkur í bíó og sjá "Ice Age 2" og jú jú það var ekkert uppselt og ekki neitt svo við kíktum bara í bíó. Ekkert smá huggulegt svindluðum og fengum okkur NAMMI og KÓK þó svo það væri ekki nammidagur enda vorum við í bíó. Skemmtum okkur öll stórvel á myndinn enda var þetta bara nokkuð fyndin mynd, það gátu alla vegana allir hlegið, að vísu nennti Kriss ekki að sitja í sætinu sínu alveg allan tíman en var nú samt duglegur þessi elska....
Eftir bíóið drifum við okkur heim og þá ákvað Kriss að skella sér út að leika (ekki í besta veðrinu í bænum en það var svona já Rigningarlegt, bara skítaveður að okkar mati) enda var hann ekki mjög lengi úti... Kom bara inn og bað um að fá að sjá Dýrin í Hálsaskógi og ekkert RUGL... Fékk það og Oliver fór bara í PS2... Eftir bíóið fór Kriss að leika sér eða meðan Ma var að myndast við að búa til heimagerða pizzu, vá gerðum alltof mikið deig (það endaði þannig að hver gat búið til sína eigin pizzu og allir með rosalega mikinn afgang, verður greinilega pizza hér næstu dagana)... Svo kom matur og allir rosalega ánægðir með sitt!! Eftir matinn stakk Kriss af (nennti ekki að fara að sofa) en Pabbi náði honum nú á endanum og fóru þeir feðgar svo saman upp.. Oliver unglingur fór hins vegar niður að glápa á TV þar sem hann sagði að sér liðið ekki nógu vel (vonum bara að hann sé ekki að fara að fá neina pest nennum því sko ekki)...
Það mætti segja að Skírdagur hjá okkur hafi verið sannkallaður LETIHRÚGU DAGUR...
Endum þetta á því að óska honum Sæmundi stór vini okkar til hamingju með daginn í dag, vonum að hann hafi átt góðan dag með fullt af tertum :-)
Biðjum að heilsa ykkur í bili...
Kv. Lúxararnir

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home