mánudagur, apríl 17, 2006

Hrakfallabálkur Mömmuson

Góða kvöldið
Jæja þá eru þessir páskar því miður búnir en fríið hjá strákunum er út vikuna svo við fáum að sofa aðeins meira út sem betur fer...
Kriss vaknaði annan daginn í röð frekar seint, miðað við aldur og fyrri störf, svo ég lifi í voninni að hann sé bara að fara að verða sama svefnburkan og hann Oliver okkar... "Ég lifi í draumi...."
Annars fórum við á fætur og var þá hann Oliver okkar kominn niður, vá má sko ekki gleyma aðalatriðinu hann Kriss sofnaði upp í hjá Oliver í gær og voru þeir bræður eins og ljós þangað til báðir sofnuðu ekkert smá góðir :-)))))) en já við förum svo bara niður í leti.....
Þeir bræður fóru svo saman út í garð að leika og sáum við þá hvar var verið að kveikja í svona gömlum spýtum hér rétt hjá og ákváðum því að skella okkur út í göngutúr og kíkja á þetta!!! Vá hvað var góð lykt af brennandi spýtunum, en já við löbbuðum þar hjá og ákváðum að taka bara góðan göngutúr inn í skóg líka.. Vorum dágóðan tíma á röltinu, það skal tekið fram að allir fóru út á bol eða peysu í dag, svaka fínt veður... Eitthvað voru linar á honum Kriss okkar lappirnar þar sem hann gerði ekki annað en að detta í dag svo fékk hann viðurnefnið "Hrakfallabálkur Mömmuson" en hann og mamma löbbuðu saman, langt langt á undan körlunum, löbbuðum mikið hraðar en þeir... Tókum svaka fínan göngutúr og voru allir að kafna úr þorsta þegar við loksins komum heima enda búið að hlaupa mikið og hamast allan tíman úti... Bara gaman hjá okkur...
Við Kriss drifum okkur heim og vorum búin að svala þorsta okkar og gott betur en það þegar þeir feðgar loksins dingluðu á bjöllunni... Vorum sko langt á undan!!! Jafn vel þó svo Kriss væri algjör Hrakfallabálkur í dag...
Komum heim og fengum okkur að borða fóru svo pabbi og Kriss upp að horfa á bíó (veit ekki hvort þeir eru sofnaðir eða hvað) en Ma og Oliver fóru saman niður og fengu sér HEITA FRANSKA SÚKKULAÐI KÖKU vá þvílíkt nammi en við erum sko gjörsamlega eftir okkur núna af sykri og eigum fullt fat af köku eftir, vill ekki einhver kíkja í heita köku til okkar?? Bara spyr!
Annars hefur mest lítið af páskaeggi verið borðað í dag og geri ég bara ráð fyrir því að þeir bræður hafi fengið nóg í gær :-))))))))) svo restin af páskaeggjunum verður bara á laugardaginn, komið alveg nóg af sykuráti í bili....
Segjum þetta gott í bili...
Biðjum bara að heilsa ykkur að sinni...
Kv. Hrakfallabálkur Mömmuson og Co.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home