þriðjudagur, apríl 25, 2006

Loksins venjulegur skóladagur....

Jæja þá er lífið að fara í venjulegar skorður hjá okkur LOKSINS LOKSINS... Dagurinn byrjaði því eldsnemma hjá okkur Ma þurfti að ræsa karlana sína út og koma þeim af stað fyrir skólan. Voru svaka duglegir báðir tveir að fara á fætur og ekkert mál. Svo keyrði Pabbi þá í skólan þar sem hann var að fara beint í vinnuna svo það var nú ekki mikið mál, voru báðir sáttir við að fara í skólan enda það held ég bara langþráð hjá þeim.
Svo í hádeginu kom Mamma labbandi að sækja Kriss og vitir menn hún þurfti svona aðeins að æsa sig og arba á hana Carinu (vá kemur kanski ekki mörgum á óvart að ég skuli æsa mig) en já þegar ég kem eru krakkarnir úti að leika og allt í góðu með það, svo kom 3 stórir strákar og fara í það að reyna að rífa gallabuxurnar niður um Kriss (ekki að það hafi gengið alveg átakalaust fyrir sig enda okkar maður með belti og hafði ég áhyggjur af því að þeir myndu hreinlega bara rífa buxurnar svo mikil voru lætin) svo já ég kalla á Kriss að koma bara til mín og festi bara beltið enn betur og Kriss labbar hnarreistur niður á skólalóðin aftur og labbar að einum stóra stráknum og segir " Du bist eine kleine Barbie madchen" og hljóp hlæjandi í burt og mömmu fannst þetta bara gott hjá honum að svara fyrir sig, en NEI þar endaði þetta ekki heldur fóru þeir að berja minn mann fyrir að svara fyrir sig og já já Kriss lamdi frá sér en þarna fylltist hjá minni mælirinn (ég hljóp inn á skólalóðina þar sem já þær 5 kellurnar sem eiga að hugsa um þessi börn bara löbbuðu fram og tilbaka og voru ekkert að fylgjast með, sagði við Carinu hingað og ekki lengra held þú ættir frekar að eyða orkunni í það að fylgjast með því sem gerist hér á skólalóðinn heldur en að eyða henni í að labba fram og tilbaka og fylgjast ekkert með (og já ég var rauð í framan af reiði) lét hana heyra það og hinar líka og sá til þess að hún myndi nú skamma strákana fyrir að hegða sér svona og sagði að ef þetta kæmi fyrir aftur að það væri verið að slást á skólalóðinni og ekkert aðhafst myndi ég kvarta yfir þeim) já maður lætur ekki vaða yfir sig eða SÍN BÖRN, NEI EKKI Berglind Bredda. En hingað til hef ég ekki skipt mér af þessu þar sem mitt barn hefur verið látið í friði en um leið og snert er á mínu barni þá snertir málið mig ekki satt!!!!! Enda held ég að það hafi gjörsamlega dottið af þeim andlitið og þær ekki átt von á þessu. En þær hafa greinilega bara ekki kynnst fólki eins og mér hingað til...
En já við Kriss löbbuðum ánægð heim úr skólanum, fórum heim, Kriss beint út í garð og ég að hengja út enda þessi líka RJÓMABLÍÐA hjá okkur enn einn daginn.. Drifum okkur svo aftur út að sækja Oliver.
Fórum svo öll saman heim í hádeginu, Kriss vildi bara vera í garðinum enda ekkert smá gott veður.. Ákvað svo Oliver bara að taka strætó í hádeginu í skólan, þar sem Kriss vildi ekki fara neitt bara vera í garðinum.. Við vorum svo bara í róleg heitunum þangað til við ákváðum að labba á móti Oliver þegar skólinn var búinn. Vá það var æðislegt veður og gengu þeir bræður BERIR AÐ OFAN HEIM, svo æðislegt var veðrið, Kriss rauk svo beint út í garð þegar við komum heim og Oliver skellti sér á svalirnar að læra enda ekki hægt að sitja inni í þessu veðri. Vorum svo úti fram að kvöldmat og þá fyrst var farið inn, fengu sér að borða og svo var það sturta fyrir Kriss enda var hann skítugur frá TOPPI til TÁAR eftir útiveruna, eftir sturtuna var það bara bælið enda var hann drulluþreyttur. Oliver fór hins vegar smá í PS2 og fékk svo að sjá smá Simpsons svo var það bælið fyrir hann þar sem það er skóli á morgun.
Svo nú eru allir komnir langt inn í draumalandið...
segjum þetta gott af okkur í bili.
Kv. Lúxararnir

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home