sunnudagur, apríl 23, 2006

Meiri sól, meiri sól meiri sól....

Vá þá er annar yndislegur sólardagur búinn núna klukkan 22:10 eru enn 17°C á svölunum hjá okkur sem er náttúrulega bara LJÚFT og ekkert annað. Þetta er sko svona ekta veður fyrir sóldýrkendur eins og mig (gæti legið allan daginn í sólbaði)...
Dagurinn byrjaði ELDSNEMMA já hann Kriss okkar vaknaði áður en pabbi kom heim úr vinnunni og var sko alls ekki sáttur við það að karlinn væri enn að vinna og ekki gat Ma platað hann með því að segja að það væri enn pínu nótt þar sem það var svo bjart úti og sólin byrjuð að sýna sig..
Svo Ma ákvað á endanum að fara niður með strákinn, hann fékk sér að borða og svo fór Mamma með hann langan göngutúr inn í skóg (ákvað að leyfa Oliver að sofa út í dag, enda átti hann það alveg skilið).
Þegar göngutúrnum lauk vildi Kriss fá meira að borða og það var nú bara í góðu lagi og sagði að það væri sko komið sólbaðsveður á svalirnar og við ættum að fara að ná í sængur og teppi til að viðra út á svölum og jú jú við fórum í þetta allt. Náðum held ég bara að vekja Oliver með látunum í okkur, Oliver dreif sig svo á fætur og fékk sér að borða með okkur. Svo var ákveðið að skella sér á svalirnar enda klukkan orðinn rúmlega hádegi. Við fórum saman út og höfðum það notalega Oliver las fyrir Kriss og voru þeir svaka góðir. Bauð Oliver svo Kriss með sér út í garð að leika (en þeir vildu ekki fara út í göngutúr eða á róló bara vera heima) svo mamma hafði til handa þeim vatn í flösku og saltstangir svo þeir gætu haft með sér nesti út, og voru þeir bara eins og ljós í garðinum (gat sú Gamla því alveg legið bara í sólbaði, ekkert smá huggulegt, Oliver er líka orðinn svo duglegur að vera með Kriss á alveg heiður skilið fyrir það)..
Loksins fengust þeir svo inn og fóru þá bara að leika sér inni vildu fá að kæla sig aðeins sem var nú bara í góðu lagi.
Svo seint um síðar kom pabbi nú loksins heim úr vinnunni og þvílík fagnaðarlæti þeir voru ekkert smá sáttir við það að fá karlinn heim þó svo hann væri drulluþreyttur.
Tóku það sko ekki í mál að fara út á róló eða göngutúr með mömmu sinni eftir að karlinn kom heim vildu bara vera hjá honum sem var sko alveg skiljanlegt.
Voru svo bara eins og ljós fram að kvöldmat, voru eitthvað tregir að koma upp að borða en svo sagði mamma þeim að þeir fengu smá nammi eftir kvöldmat og þá komu þeir sko hlaupandi að borða (kanski voru þeir bara svona góðir í allan dag þar sem þeir fengu ekkert nammi fyrr en eftir kvöldmat og þá var það mjög lítið sem þeir fengu). Eftir kvöldmatinn fengu þeir að fara niður að horfa á smá TV áður en bælið kallaði á Kriss, Oliver var líka sendur snemma í bælið þar sem við erum að fara eldsnemma í fyrramálið með Oliver á sýningu í Frakklandi. Takewondo klúbburinn er eitthvað að fara að sýna sig og sjá aðra á morgun..
Svo þetta var bara yndislegur sólardagur hjá okkur hérna í Lúxlandinu og vonum við sko að þetta sé bara rétt að byrja :-) við elskum alveg gott veður og þá sérstaklega ég!!!!
Jæja segjum þetta gott í bili..
Kv. Bræðurnir

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home