miðvikudagur, apríl 26, 2006

Frábær þriðjudagur...

Helló,
Já þá er þessi þriðjudagur loks á enda, þetta var sko stór skrítinn dagur þegar við Oliver vöknuðum þá var svona hálf kuldlegt úti, greinilega verið rigning í nótt (já ég er að tala um +15°C) svo já ég skutlaði Oliver á bílnum ekki mikið mál, fór heim og þá var hann Kriss minn að skríða á fætur. Var í stuði enda búinn að fá að sofa NÓG!!!
Svo ákváðum við Bjarni að fara með Kriss í smá bíltúr og jú jú mín fór út í síðbuxum, síðermabol og jakka (vá það var sko svo kallt að mínu mati) fórum svo heim í smá afslöppun áður en við ákváðum að fara labbandi að sækja Oliver í hádeginu (jú jú kuldaskræfunni fannst of gott veður til að nota bílinn en samt kallt) og ég varð næstum eins og bráðið smjörlíki þegar ég kom heim, löngu farin úr jakkanum og búinn að bretta vel upp á ermarnar á bolnum enda kominn þessi líka bongóblíða og sólin byrjuð að skína. Ákváðum að drífa okkur heim eftir skóla og fara að þrífa almennilega útihúsgögnin okkar þar sem veðrið var svo æðislegt. Oliver lærði meiri segja úti svo fínt var veðrið, Kriss var náttúrulega bara úti að leika sér og ekkert annað.. Nema hvað!!!
Vorum svo bara úti að chilla þangað til hita skúrinn gekk yfir þá hélt kuldskræfan ég að komið væri vont veður og rak alla inn. Þeir bræður voru nú samt farnir út stuttu síðar, enda aftur kominn bóngóblíða...
Bílinn var meiri segja þrifinn og læti. Voru úti þangað til það kom kvöldmatur og var hann nú ekki af verri endanum heimabökuð pizza og þeir bræður gjörsamlega elska það!!! Enda var mikið borðað. Eftir matinn var það svo bælið fyrir Kriss og sofnaði hann mjög fljótt, Oliver fékk hins vegar að vaka lengur. Er farin í bælið núna enda er langur skóladagur hjá þeim á morgun svo það er eins gott að vera vel út hvíldur.
Endum þetta á því að óska henni Kristínu frænku/systir til hamingju með afmælið, skvísan á sko afmæli í dag, eflaust veisla á þeim bæ sem við missum af!!!!
Segjum þetta gott í dag.
Kv. Oliver, Kriss útistrákur og Sófasettið

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home