sunnudagur, maí 07, 2006

Nanny 911 eða Supernanny eða bara báðar....

Góða kvöldið..
Vá hvað við þurfum á Nanny 911 eða Supernanny að halda á þessu heimili, hefði bara aldrei TRÚAÐ þessu en þetta er orðið NAUÐSYN já fyrir hann Kriss okkar númer1,2, og 3... Auðvita mætti líka redda honum Oliver en þetta er samt mest hann Kriss sem þarf á heraganum að halda...
Dagurinn byrjaði alveg ágætlega Kriss vaknaði fyrstu og fóru þeir feðgar í bakaríið meðan við Oliver fengum að sofa áfram. Svo var borðað og ekkert mál við matarborðið, Oliver fékk að vísu að sofa lengur. Svo fékk Kriss að fara í GARÐINN að leika sér og jú jú svo ákvað Ma að skella sér í búðina og fer í garðinn að leita af Kriss æltaði sko að bjóða honum með í bíltúr, en hva það var engin Kriss í garðinum svo sú Gamla fær taugaveiklunarkast og byrjar að ARBA á hann þá heyrðist neðan úr bílskúrnum " ég er hér, hérna niðri" og jú þessi Gamla kíkir niður og sér bara að Kriss er allur svartur í framan svo hún gargar á karlinn að sækja Kriss niður og vitir menn, börn og konur okkar Stubbur náði sér í málingu og fór að mála módelið hans Olivers, æji honum fannst bílinn ekkert flottur blár svo hann málaði hann svartan, rauðan og hvítan.. Skyldi svo ekkert í því af hverju hann var skammaður fyrir þetta, hann var bara að LAGA BÍLINN halló er ekki í lagi með ykkur... Mamma setti svo strákinn í sturtu og náði að þrífa mestu málinguna af stráknum, að vísu þurfti að tannbursta hann líka þar sem hann hafði líka sett málingu í munni... Vá þetta var sko ekkert smá mikið og dagurinn rétt að byrja...
Karlarnir ákváðu svo að fara saman út að kíkja á hjólið hans Olivers og mótorhjólið hans Pabba (vá það þurfti mikið að skamma þá þar sem hann Kriss réð bara ekki við sig).. Eftir þetta var farið að setja sundlaugina upp í garðinn og vá ekki tók við minna vesen þá, nei hann Kriss var ekki bara "Emil í Kattholti í dag" heldur líka margt annað, meðal annars með horn og hala.. Hann reyndi að henda símanum hennar mömmu í sundlaugina, henda fjarstýringunni og svona mætti lengi telja... En hann toppaði nú allt meðan Oliver sló blettinn (Ma og Pa voru að fylgjast stolt með honum) þá fór okkar maður úr öllum fötunum og setti bakpoka á bakið og ofan í ískalda sundlaugina. Já ég gat nú ekki annað en hlegið en hann mátti sko alls ekki sjá það þar sem pabbi var búinn að segja svona milljón sinnum við hann að hann mætti ekki fara nálægt sundlauginni... En Kriss hætti ekki hélt endalaust áfram... Alveg ótrúlegur, enda var sá Gamli orðinn VEL UPPGEFINN....
Á endanum varð sá Gamli (hann sér einmitt um heragan) að fara bara upp með Kriss að sofa ELDSNEMMA.. Og var Kriss hundfúll og alls ekki sáttur við það!!!!
Bjarni sagði á endanum "ef Kristofer væri unglingur þá væri ég búinn að gera drugtest á honum" honum leist ekkert á þetta nýja breytta barn sem var hér á heimilinu... En Kriss er búinn að vera algjör "Emil í Kattholti" í nokkra daga núna... Vonum nú að Emil fari að skila sér aftur í Kattholt, nennum ekki og orkum ekki að hafa hann lengur hérna í Lúxlandi...
Segjum þetta gott í bili
Kv. Kriss "óþekki", Oliver og Gamla uppgefna settið..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home