sunnudagur, maí 07, 2006

Sunnudagur...

Well well well,
Vá hvað þessi sunnudagur byrjaði snemma, jú þar sem Kriss var sendur í bælið svona snemma þá vaknaði hann náttúrulega fyrir allar aldir en Ma náði nú að plata hann smá og segja að það væri bara NóTT ennþá og þá samþykkti hann að sofa til rúmlega 08 sem betur fer.. Við fórum þá öll á fætur og já svo var bara rólega heit, karlinn fór svo í vinnuna og þá dró ég þá bræður upp í morgunmat. Eftir matinn voru allir klæddir og við Oliver fórum að finna til dót fyrir ferðalagið á morgun en hann fékk lista með heim um hvað á að koma með og hvað má EKKI koma með.. Ákváðum svo að fara út í langan göngutúr fórum inn í skóg að labba tókum langa túr þar og ákváðum svo að koma við á nýja rólónum (sem við Oliver fundum fyrir nokkrum dögum) á leiðinni heim sem var sko bara ljúft.. Þurftum svo að drífa okkur heim þar sem við Kriss vorum að KAFNA úr hungri.. Gátum ekki meir ;-) þegar heim var komið var karlinn kominn heim úr vinnunni svo það fengu sér allir saman að borða, svo var slappað af... Oliver fór svo í það að skrifa niður hvaða karla hann vantar í FIFA bókina sína og fékk svo nokkra límmiða til að líma inn í bókina líka svaka sport skal ég segja ykkur...
Svo tóku við bara leti og róleg heit. Kriss ákvað svo að skella sér út í garð og allt í góðu með það, Oliver kíkti svo út um gluggan og þá var Kriss búinn að taka lokið af sundlauginni, byrjaður að raða sundboltum og öðru dóti út í laugina, og byrjaður að afklæðast, já okkar maður var á leiðinni í sund (við erum að tala um að sundlaugin er ÍSKÖLD ENNÞÁ en honum var alveg sama) við náðum sem betur fer að stoppa þetta áður en hann stakk sér til sunds. Veit ekki hvað fólkið hér í nágrenninu heldur um hann Kriss okkar sem strippar gjörsamlega hvar og hvenær sem er...
Ma ákvað svo að henda í eina súkkulaðiköku handa strákunum sem vakti sko mikla lukku. Eftir kökuna var það sturta og bælið fyrir Kriss sem sofnaði strax enda þreyttur eftir daginn, Oliver fékk hins vegar að horfa á smá TV áður en hann var sendur í sturtu og bælið... Enda er skóli hjá Kriss á morgun og ferðalag hjá Oliver (en hann fer í fyrramálið og kemur heim á miðvikudaginn klukkan 16) og hlakkar Oliver mikið til að fara í ferðalagið!!!! Er alveg ready fyrir ferðina á bara eftir að mæta í skólan allt komið í töskuna klappað og klárt... Bara æðislegt fyrir hann að fá að fara í svona ferðalag með skólanum....
Veðrið já tölum aðeins um veðrið, það var heitt og fínt hér í dag (alls ekki sólbaðsveður) en sólin náði sem sagt mest lítið að skína á okkur í dag, en við fórum út á stuttbuxum og stuttermabol í göngutúrinn í dag.. Svo hitastigið var 24°C klukkan 16 í dag svo já ekki getum við kvartað yfir hitanum, getum bara kvartað yfir því að okkur vantar að sólin skíni á okkur...
Segjum þetta gott í bili...
Gleymdu alveg að segja í gær "Góða ferð við Ömmu sætu svo við gerum það bara núna einum degi of seint"....
Kv. Oliver á leiðinni í ferðalag, Kriss "Emil" og Gamla sófasettið

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home