RÓLEGUR Mánudagur
Góða kvöldið,
Þá er komið mánudagskvöld hjá okkur og Unglingurinn okkar LÖNGU farinn í ferðalag. Já frekar svona tómlegt í kotinu án hans :-(
Dagurinn byrjaði bara vel, fóru allir á fætur ekkert mál svo var farið í það að hlaða bílinn þar sem Oliver var með stóra tösku (eða já svona) og svo skólataskan hans Kristofers.. Aldrei þessu vant þá var Kriss keyrður fyrst og fékk Oliver að labba með inn til að sjá kennaran hans og svona (aldrei séð hann áður). Svo var farið með Oliver og sá mamma þá hvar Joffan var að hjálpa Salúka inn með töskuna sína, svo við vissum að það væri greinilega mæting inn í skólastofunni og krakkarnir látnir bíða þar... Og jú Ma og Oliver fóru inn með töskuna hans og Ma sagði Bless við stóra strákinn sinn sem var mikið fagnað þegar hann kom (greinilega kominn spenningur í hópinn).. Þau áttu sem sagt að bíða inni eftir rútunni sem var bara fínt, styttri kveðjustund (þegar Oliver fór í ferðalag með fysta bekk biðu allir foreldrarnir og nemendurnir saman fyrir utan skólan eftir rútunni)...
Mamma labbaði svo að sækja Kriss í skólan í hádeginu og hvað haldið þið? Jú það byrjaði bara að rigna á okkur þegar við vorum að labba heim sem betur fer var sú Gamla vissum það að það myndi rigna í dag svo hún tók Regnhlíf með á röltið... Svo var labbað heim og á leiðinni heim talaði Kriss ekki um annað en hvað hann væri svangur, svo við drifum okkur heim og beint að elda (ekki hægt að láta hann greyjið kafna úr hungri)... Við borðuðum og fékk Kriss sér súkkulaðiköku í eftirrétt ekki amalegt það... Svo tók við tóm leti enda svona frekar letilegt veður, rigning og fúllt... Vorum því bara inni að skemmta okkur...
Svo kom sá Gamli heim og Kriss var ekkert smá ánægður með það,hafa félagsskap af einhverjum öðrum en bara Mömmu.. En Kriss er sko ekki alveg að fatta þetta með ferðalagði hans Oliver, hann sefur bara í skólanum og kemur ekki heim í nóttinni vá þetta er nú of mikið af því góða, hann vildi bara að við myndum drífa okkur út að sækja hann Oliver okkar!!! Frekar tómlegt svona án hans.
Oliver var sko þvílíkt spenntur fyrir ferðalaginu og hlakkaði sko bara til fannst þetta æðislegt sem þetta er náttúrulega. Fá að fara í 3 daga (2 nætur) ferðalag og vera bara í öðrum bekk í fyrra var það 5 daga ferðalag (Oliver hefði nú frekar viljað hafa þetta í 5 daga eins og síðast). En þetta er bara frábært,þau hafa líka svo gott af því að komast aðeins í burtu frá okkur foreldrum sínum"!!!!
Segjum þetta gott í bili úr rigningunni...
Kv. Kriss og Gamla settið
Þá er komið mánudagskvöld hjá okkur og Unglingurinn okkar LÖNGU farinn í ferðalag. Já frekar svona tómlegt í kotinu án hans :-(
Dagurinn byrjaði bara vel, fóru allir á fætur ekkert mál svo var farið í það að hlaða bílinn þar sem Oliver var með stóra tösku (eða já svona) og svo skólataskan hans Kristofers.. Aldrei þessu vant þá var Kriss keyrður fyrst og fékk Oliver að labba með inn til að sjá kennaran hans og svona (aldrei séð hann áður). Svo var farið með Oliver og sá mamma þá hvar Joffan var að hjálpa Salúka inn með töskuna sína, svo við vissum að það væri greinilega mæting inn í skólastofunni og krakkarnir látnir bíða þar... Og jú Ma og Oliver fóru inn með töskuna hans og Ma sagði Bless við stóra strákinn sinn sem var mikið fagnað þegar hann kom (greinilega kominn spenningur í hópinn).. Þau áttu sem sagt að bíða inni eftir rútunni sem var bara fínt, styttri kveðjustund (þegar Oliver fór í ferðalag með fysta bekk biðu allir foreldrarnir og nemendurnir saman fyrir utan skólan eftir rútunni)...
Mamma labbaði svo að sækja Kriss í skólan í hádeginu og hvað haldið þið? Jú það byrjaði bara að rigna á okkur þegar við vorum að labba heim sem betur fer var sú Gamla vissum það að það myndi rigna í dag svo hún tók Regnhlíf með á röltið... Svo var labbað heim og á leiðinni heim talaði Kriss ekki um annað en hvað hann væri svangur, svo við drifum okkur heim og beint að elda (ekki hægt að láta hann greyjið kafna úr hungri)... Við borðuðum og fékk Kriss sér súkkulaðiköku í eftirrétt ekki amalegt það... Svo tók við tóm leti enda svona frekar letilegt veður, rigning og fúllt... Vorum því bara inni að skemmta okkur...
Svo kom sá Gamli heim og Kriss var ekkert smá ánægður með það,hafa félagsskap af einhverjum öðrum en bara Mömmu.. En Kriss er sko ekki alveg að fatta þetta með ferðalagði hans Oliver, hann sefur bara í skólanum og kemur ekki heim í nóttinni vá þetta er nú of mikið af því góða, hann vildi bara að við myndum drífa okkur út að sækja hann Oliver okkar!!! Frekar tómlegt svona án hans.
Oliver var sko þvílíkt spenntur fyrir ferðalaginu og hlakkaði sko bara til fannst þetta æðislegt sem þetta er náttúrulega. Fá að fara í 3 daga (2 nætur) ferðalag og vera bara í öðrum bekk í fyrra var það 5 daga ferðalag (Oliver hefði nú frekar viljað hafa þetta í 5 daga eins og síðast). En þetta er bara frábært,þau hafa líka svo gott af því að komast aðeins í burtu frá okkur foreldrum sínum"!!!!
Segjum þetta gott í bili úr rigningunni...
Kv. Kriss og Gamla settið
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home