mánudagur, maí 22, 2006

Sunnudagur, úrslitin í Eurovision

Það var sko tóm gleði hérna í kotinu í gærkvöldi þegar kom í ljós hverjir hefðu sigrað Eurovision!! Já þeir feðgar fýluðu þá Finnsku alveg í botn svo mikið var víst!!! Þótti þetta ekki leiðinlegt! Enda kominn tími á breytta tíma í Eurovision... Að vísu hefði ég viljað sjá Dönsku skvísuna fá fleiri stig en það er bara eins og það er við ráðum ekki öllu...
Dagurinn í dag byrjaði svo frekar snemma þegar HORNÖSIN hann Kriss okkar vaknaði, með smá kvef strákurinn var alveg búinn að gleyma því hversu mikið ég elska GRÆNT HOR! En hann er búinn að vera hnerrandi í allan dag greyjið en samt ekki með hita (alla vegana ekki neitt að ráði). Fann svo á honum eina bólu í gær á hökunni, svo aðra í dag á hálsinum (vona að þetta sé ekki hlaupabóla, Kriss hefur nefnilega ekki fengið hana ennþá). Kriss var skoðaður hátt og lágt og það voru bara þessar 2 bólur svo ég hef eins og staðan er núna ekki trú á því að þetta sé Hlaupabóla, kemur annars í ljós bara á morgun...
Hornösin hennar mömmu vildi bara fara niður og horfa á TV (vera bara í leti og kela) svo Ma fór með honum niður eftir morgunmatinn, beið Kriss spenntur eftir því að Oliver myndi vakna!!! Svo loksins vaknaði Oliver og ég hélt að Kriss myndi bilast úr gleði!! Þeir fóru að leika sér saman og horfa á TV þangað til Ma sagði hingað og ekki lengra nú förum við út. Fórum út í svaka langan göngutúr ég er að tala um ALVÖRU LANGAN, löbbuðum út um allt og fórum ekki heim fyrr en þeir bræður voru báðir að drepast úr þreyttu og hungri... Þegar heim var komið var farið beint í eldhúsið að borða og svo í leti er að tala um það að Kriss labbaði niður í sófan og sofnaði, en nei hann var nú ekki lengi í Paradís, Mamma kom og vakti hann sagði alveg bannað að leggja sig á daginn!!!! Kriss var ekkert svakalega ánægður með mömmu sína en svona er þetta bara þegar maður er orðinn svona stór þá má maður ekki leggja sig á daginn...
Þeir léku sér smá saman, svo fór Oliver í leiki á Internetinu og fannst Kriss það ekkert smá spennandi en var samt alltaf að trufla Oliver, svo Ma bauð Kriss bara að hjálpa sér að elda Grjónagrautinn sem þeir bræður báðu um í kvöldmatinn!!!! Var okkar maður svaka sáttur við það, fékk að leggja á borð og hjálpa til!!! Þeir bræður borðuðu ekkert smá vel af grautnum, var ekki hætt fyrr en allt var búið!!! Eftir matinn var það sturta fyrir alla og svo bælið fyrir Kriss, sem svindlaði á mömmu sinni þóttist fara í kapp um hver myndi sofna fyrst en um leið og sú Gamla lokaði augunum hljóp hann niður til Pabba (skellihlæjandi), en hann komst ekkert um með það og var sendur strax aftur í bælið!!! Sofnaði svo fljótlega eftir það, Oliver fékk hins vegar að vaka aðeins lengur áður en hann var sendur í bælið enda skóli hjá öllum á morgun..
Svona var það bara skal ég segja ykkur, ekkert merkilegt að gerast hjá okkur...
En segjum þetta gott í bili...
Kv. Oliver og Kristofer

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home