fimmtudagur, maí 18, 2006

Langur skóladagur og Takewondo.....

Góða kvöldið,
Sem betur fer höfum við ekki fengið þrumur og eldingar í dag (en Kriss er samt vissum að eldingarnar séu ljós hjá honum Guði en með þrumurnar er hann ekki viss en ef þið eruð með hugmyndir þá endilega koma með þær)....
Annars þá er hann Kriss okkar byrjaður að NAGA NEGLURNAR (já þessar litlu sem varla sjást), já hvaðan ætli hann hafi það????? Svo var ég að skammast í honum fyrir þetta þá var hann með svar á reiðum höndum "mamma ég er bara svo svangur, ég verð að fá að borða"... Þar með var það útrætt en ég er að tala um að þetta gat ekki verið út af hungri NEI hann var nýbúinn að borða!!!
Dagurinn í dag byrjaði svona LA LA Kriss var vaknaður áður en klukkan hringdi og dreif sig niður og á fætur, Oliver var ekki eins morgunhress í morgun langaði mikið að sofa LENGUR... En þetta hófst allt á endaum og allir mættu á réttum tíma í skólan. Ma og Pa komu svo labbandi að sækja hann Kriss sinn sem var sko bara ángæður með það (þó svo hann hafi verið svolítið þreyttur), stoppuðum hjá bakaranum og keyptum brauð og svo hjá slátraranum og fengum okkur álegg ekki fannst Kriss það amalegt, hann græðir nefnilega alltaf eitthvað hjá slátraranum ofast gefur slátrarinn pylsubita og ekki leiðist okkar manni það!!! Fórum svo heim og fengum okkur að borða og svo var Oliver sóttur. Þeir bræður voru nú báðir frekar óþekkir í hádeginu held svona fyrst og fremst að Kriss hafi bara verið þreyttur en veit ekki hvað þetta var með Oliver. Oliver var svo látinn labba úr sér óþekktina (látinn labba eftir hádegi í skólan), pabbi varð nú samt að keyra Kriss þar sem hann getur enn ekki labbað einn í skólan...
Eftir hádegið mætti Ma svo ein að sækja Strákana sína og kom Kriss heim með málaðan Hund ægilega ánægður sagði "mamma ég gerði hann handa þér" svo stuttu seinna sagði hann "Amma Sæta á að fá þennan hund". Við sóttum svo Oliver sem var orðinn stilltur og allt annað barn, Oliver fór svo að segja Kriss hvað hundurinn hans væri flottur þá sagði Kriss "Ég á hann" svo ég veit nú ekki hver fær að eiga þenna hund á endanum.. Kemur nú bara í ljós!!!
Drifum okkur heim og þá kom í ljós að Oliver Steikin okkar hafði gleymt einni stærðfræðibókinni í skólanum, ákkúrat bókinn sem hann átti að læra 3 bls. í heima, svo Ma hentist út með strákana með sér og í skólan og þá náðum við ákkúrat í endan á skúringarkonunni sem gat lánað Oliver lykla til að komast inn í stofu og sækja bókina, hjúkket!!!! Fórum svo heim að læra, Oliver stóð sig eins og hetja við lærdóminn og náði rétt að klára heimalærdóminn áður en við drifum okkur í Takewondo. Við Kriss ákváðum að horfa á æfinguna en Kriss finnst það sko bara gaman, verst bara að hann lærir alls konar spörk og barsmíðar á þessu og er sko óspar á að sýna það nýja sem hann var að læra...
Fórum svo heim eftir æfinguna og þá var það bælið fyrir Kriss okkar (sem ætlaði gjörsamlega aldrei að SOFNA) en Oliver fékk að vaka aðeins lengur en aðeins með þeim skilyrðum að byrja að kíkja yfir þýskuna fyrir þýskuprófið á föstudaginn, það er nefnilega svo geðveikislega mikið sem hann á að læra fyrir prófið að það er víst eins gott að byrja að kíkja aðeins á þetta svo við verðum ekki langt fram á nótt á morgun að fara yfir námsefnið fyrir þetta eina próf...
Jæja segjum þetta gott í dag, vonandi að henni Silvíu Nótt gangi vel á morgun...
Áfram Ísland!!!!
Kv. Við í Lúx

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home