laugardagur, maí 27, 2006

Allt að verða klárt....

Góða kvöldið,
Þá erum bara í stuði...
Kriss byrjaði daginn ELDSNEMMA fór í það að vekja alla gekk misvel en þetta hafðist nú allt á endanum hjá honum... Svo hér voru allir vaknaðir eldsnemma, fórum í smá leti svo fór karlinn að vinna svo við restin af familíunni fórum í bæinn já tókum bara Strætó niður í bæ... Kíktum í íþróttabúðina og fundum strigaskó á þá bræður fyrir Weddingið hjá K+P.. Fórum svo á röltið og enduðum í H&M og fundum Ljósbláa Poloboli á þá bræður svo þeir eru alveg ready fyrir weddingið nú á bara sú Gamla eftir að finna sér eitthvert dress svo við verðum nú öll voða sæt og fín...
Eftir bæinn var farið heim og náði Oliver rétt að skófla í sig smá mat áður en við brunuðum á æfingu en því miður mættu svo fáir á æfingu að þeir ákváðu að sleppa bara æfingunni (eru nefnilega svo margir í æfingarbúðum í Frakklandi)...
En okkur fannst það bara fínt drifum okkur heim og byrjuðum að búa til Pizzudeig þar sem þeir bræður báðu um heimatibúna pizzu í kvöldmatinn svo við redduðum því og höfðum matinn bara frekar snemma fyrir þá...
Eftir matinn fóru þeir niður í afslöppun þangað til allir voru komnir niður þá byrjuð þeir að horfa á "Walk the line" ægilegt stuð hjá þeim, liggja allir saman í sófanum og glápa... Bara skemmtilegt ha, Johnny Cash alveg að gera sig ha...
En þannig var það nú bara...
Endum þetta á því að óska honum Heimi Þór vini okkar til hamingju með 4 ára afmælið og vonum að hann hafi verið ánægður með innihaldið í pakkanum sínum...
Kv. Lúxararnir

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ
Takk æðislega fyrir okkur. Þetta var ekkert smá frábært og við erum í sjöunda himni með þetta :-)
Knús og kossar,
Heimir Þór og Ágústa Eir.

sunnudagur, maí 28, 2006 12:58:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

This site is one of the best I have ever seen, wish I had one like this.
»

fimmtudagur, júní 08, 2006 7:17:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home