fimmtudagur, júní 01, 2006

Kriss enn Lasrus :-(

Góða kvöldið
Já þetta er ekki alveg nógu gott með hann Kriss okkar, hann skreið upp í rúm hjá Ma og Pa þegar vekjaraklukkan byrjaði og vitir menn mömmu fannst hann eitthvað heitur og glaseygður.. Hún dreif Oliver á fætur og leyfði Kriss að kúra meðan hún myndi ganga frá nestinu svo fór hún aftur upp og mældi strákinn sinn og þá var hann með 38 og frekar slappur svo hann var heima í dag.: Ekki beint ánægður með það en svona er þetta bara þegar maður er með hita ekki satt????
Oliver fór hins vegar í skólan og sá um sig gjörsamlega sjálfur kom sér sjálfur heim í hádeginu, fór svo bara með strætó eftir hádegi í skólan aftur... Kom svo labbandi heim eftir skóla "svaka duglegur alltaf"....
Kriss var bara heima í leti og það sem meira er hann lagði sig (sem er ekki líkt Kriss okkar) en hann tók sér lúr í hádeginu og Ma leyfði honum það bara....
Ekki má gleyma því að Ma fór að tala við Carinu segja henni frá veikindnum á Kriss og þá fékk hún miða með heim já hann fer í dagsferð með skólanum sínum... Þau fara með lestinni til Bettembourg og verða þar allan daginn í einhverjum garði þar... Svo já það er ekkert smá flott... Að vísu finnst Mömmu Kriss svolítið ungur til að fara í svona dagsferð en hann hefur bara gott af því ekki satt??? Hann er bara 3 ára Stubbur sem verður bráðum 4 ára....
Svo var bara lífinu tekið með ró... Oliver kom svo heim og fór beint í heimalærdóm og borða þar sem hann fór á Takewondo æfingu... Kriss var bara í rólega swinginu...
Það var sem sagt alveg yfirdrifið nóg að gera hjá Oliver, meðan Kriss okkar bara slappaði af...
Jæja segjum þetta gott þangað til næst.. Vonum að hann Kriss fari að hrista af sér þennan hita.
Kv. Oliver "Snillingur" og Kriss "Lasrus"..

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Great site lots of usefull infomation here.
»

laugardagur, júlí 22, 2006 7:32:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home