miðvikudagur, maí 31, 2006

Kriss að hressast :-)

Já hann Kriss okkar er sem betur fer að ná heilsunni aftur, alveg hættur að GUBBA sem betur fer en hann er enn með smá niðurgang, ekki duglegur að borða en hann er duglegur að drekka, var enn með 7 kommur í dag en Ma ákvað nú samt að leyfa honum að fara út ekki hægt að vera innilokaður í marga daga....
Við vöknuðum sem sagt öll snemma í morgun, Oliver fór í skólan meðan við Kriss tókum því rólega ákváðum svo að skella okkur smá bæjarferð og fara út. Vorum í smá stund í bænum og löbbuðum um og skoðuðum... Kriss bað svo bara um það að fá að fara heim og horfa á TV vildi fara heim í letina svo Ma druslaðist með hann heim...
Þegar heim var rosalega stutt í Oliver svo við biðum eftir honum svo fengum við okkur að borða, eftir matinn fór Oliver beint í lærdóminn en við Kriss bara í algjöra afslöppun.. Náðum meiri segja að dorma yfir TV (sem er sko ólíkt honum Kriss mínum en hann er bara enn að jafna sig og ná upp fyrri orku (enda er hann ekki duglegur að borða))...
Svo kom karlinn heim vá hvað þeir voru ánægðir með það bræðurnir, þá var ákveðið að drífa sig í Mallið og láta klippa þá feðga alla með tölu.... Vá hvað það tók langan tíma greinilega allir í klippingu á sama tíma og þeir... Kriss var ekkert smá flottur og ánægður þegar hann var búinn í klippingunni gjörsamlega BROSTI ALLAN HRINGINN, Unglingurinn og karlinn voru náttúrulega líka flottir en þeir fara mun oftar en Kriss í klippingu svo þeir voru ekki jafn montnir af sjálfum sér...
Drifum okkur svo heim þar sem Kriss fékk að borða og svo upp að sofa, Unglingurinn fær að vaka lengur að horfa á einhvern bílaþátt með Karlinum... Enda á Unglingurinn þetta alveg skilið..
Segjum þetta gott af okkur í bili...
Biðjum að heilsa þangað til næst...
Kv. Oliver "Snillingur" og Kriss "Nilli"

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home