laugardagur, júní 17, 2006

Komin Föstudagur..

Góða kvöldið
Þá er komið föstudagskvöld og 17.júní "Hæ hó jibbí je og jibbí je" er á morgun!! Við alveg elskum 17. júní. Ætlum að eyða deginum í Tívólí svo eflaust verður stuð á bænum..
Annars er það nú af okkur að frétta að á fimmtudaginn var úrhellis RIGNING (ég hata rigningu) til klukkan rúmlega 09 þá var sko skrúfað fyrir en því miður náði GULA vinkona mín ekki að sýna sig og koma sterk inn aftur... Sem var í góðu lagi þar sem við öll stór fjölskyldan eyddum rúmlega 8 klst í bílnum já fórum sem sagt smá bíltúr til Brussel, undir eðlilegum kringum stæðum ætti svona túr að taka okkur 4 klst fram og tilbaka en svo var ekki á fimmtudaginn, vegavinna gjörsamlega alls staðar og umferðin bara STOPP.. En þeir bræður eiga nú alveg heiður skilið fyrir það hversu góðir þeir voru í bílnum ,dúdda mía... Eftir bíltúrinn var borðað svo bælið fyrir Kriss og Oliver fékk heiðurinn af því að læra undir próf enda próf á föstudaginn "í dag"... Seinna um kvöldið kom svo hann Hálfdán með flugi í heimsókn til okkar...

Í dag föstudag var svo stuð aftur á bænum.. Vitir menn, börn og konur já þessi yndislega GULA fallega SÓL sýndi sig aftur að vísu ekki fyrr en eftir hádegið en alveg sama... Í morgun fóru þeir bræður í skólan og var ekkert mál að koma þeim fram úr og á fætur.. Kriss var svo sóttur af okkur í hádeginu og hentumst við þá smá búðarferð áður en Oliver yrði sóttur... Í hádeginu fóru svo Oliver og Ma heim en restin af genginu fór að hjálpa Óla Disk... Oliver duglegi ákvað svo bara að hlaupa í skólan eftir hádegi, við hin ætluðum á rúntin til Germaníu en því miður þá bilað bílinn okkar ákkúrat hérna fyrir utan, já viftureimin fór af bílnum... Svo nú voru góð ráð dýr en auðvita reddaði Óli Diskur okkur, fór í Audi umboðið í Germaníu og fékk viftureim og kom svo með bílaleigubíl svo við kæmumst nú í Tívólí á morgun.. Svo það er búið að redda okkur... Oliver duglegi kom svo bara sjálfur labbandi heim eftir skóla og voru þá strákarnir bara út í garði að leika sér enda fínt veður.. Oliver skellti sér því bara beint í garðinn og voru þeir bara að leika í garðinum og lauginni fram að kvöldmat.. Eftir kvöldmatinn var það æfing hjá Oliver eins og venjulega á föstudögum! En Kriss var hins vegar bara sendur í bælið eldsnemma enda á að vakna snemma á morgun og drífa sig af stað í Tívólíð.. Strákarnir voru svo sendir í bælið eftir æfinguna fengu að horfa á smá TV svo að sofa... Svo þeir hafi nú einhverja ORKU á morgun..
Ákkúrat í þessum pikkuðu orðum er hann Bjarni að reyna að vinna í bílnum!! Og verið að "gæsa" hana Kristínu okkar á Íslandinu góða.. Nú er sko ekki nema 6 dagar í okkur JÚ Hú...
Jæja segjum þetta gott í bili..
kv. Berglind and the gang

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home