miðvikudagur, júní 14, 2006

Fyrsta skólaferðalagið hans Stubbs...

Well well well
Þá er litla barnið mitt orðið STÓRT, já okkar maður fór í dagsferð með skólanum sínum aleinn ekki Gamla settið með!!! Vá hvað Ma þótti það pínu erfitt að vita að Stubbur okkar væri að fara einn í ferðalag... En hann fór sem sagt klukkan 08 í morgun í skólanum og þaðan var svo farið labbandi niður á lestarstöð og lestin tekin í Dýragarðinn, svo átt Ma að sækja hann klukkan 16:55 á lestarstöðina en vitir menn þau misstu af lestin og komu ekki fyrr en 17:35 svo þetta var svaka langur dagur hjá Stubbi. En honum þótti greinilega gaman var samt vel þreyttur þegar Ma sótti hann svo þurftum að labba heim í öllum hitanum en sem betur fer hafði sú Gamla vatn með..
Oliver fór hins vegar bara í skólan í morgun, labbaði svo heim í hádeginu en ákvað að taka strætó í skólan í hádeginu fannst frekar svona heitt og svo vissi hann að þau væru að fara í göngutúr eftir hádegi (skólinn var sem sagt að safna áheitum fyrir uppbyggingu á skóla í Eþópíu). Fóru í langa "merktan" göngutúr inn í skóginn.. Oliver duglegi labbaði svo heim eftir skóla dreif sig svo beint í lærdóminn til að klára hann áður en Takewondo myndi byrja..
Við Kriss komum svo heim og fórum beint í bað þar sem hann var svo skítugur eftir daginn. Oliver fór svo á Takewondo en Kriss fékk að leika sér smá áður en hann fór í bælið, sofnaði nánast strax eftir erfiðan dag..
En já er að hugsa um að taka GÓÐA VEÐRIÐ með mér heim þessa helgi sem ég kem vegna FJÖLDA ÁSKORANNA, en ég kem með það seint á fimmtudagskvöldið og tek það svo aftur með mér út á þriðjudaginn.. Vill hafa gott veður og SÓL þegar hún Kristín mín giftir sig...
Erum að tala um enn einn GEÐBILAÐAN SÓLARDAG hjá okkur það voru 32°C í hádeginu í dag í skugga á svölunum hjá mér.. Sem sagt bara BILUN.. En hvað með það ég ELSKA SÓL og SÓLBAÐ...
Segjum þetta gott af RÖFLI í bili..
Kv. Við með GEÐBILAÐA VEÐRIÐ

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home