miðvikudagur, júní 14, 2006

SÓL og SUNDLAUG:......

Góða kvöldið
þá er klukkan að verða 22 hjá mér og hitinn úti 27°C enn á svölunum hjá okkur, já veðrið er gjörsamlega að LEIKA við okkur þessa dagana....
Annars var ræs í morgun hjá Oliver og fór Ma með hann í skólan, Oliver langaði nú mikið að sofa lengur en Ma minnti hann á að í dag væri stuttur dagur og rosalega gott veður svo okkar maður fór á fætur... Eftir skutlið kom Ma heim og vakti Kriss bara þar sem það verður að koma reglu á svefninn hjá stráknum. Svo fór við Kriss bara á rúntinn og að versla í matinn... Sóttum svo Oliver okkar í hádeginu enda var hitinn þá kominn í 29°C svo Ma ákvað að sækja Oliver í staðinn fyrir að láta hann leka heim...
Þegar heim var komið fengu strákarnir sér í gogginn svo tók við lærdómur hjá Oliver, eftir lærdómninn dró Ma strákana sína út...
Já og við vorum úti langt fram eftir degi í sundlauginn enda laugin orðin heit og fín... Og ekki veitti þeim af að kæla sig niður.. Svo komu Jason og Dylan og fengu að vera með í lauginn.. Sem var bara gaman, mikil ærsla gangur og læti...
Þeir fengu svo allir að borða og fóru svo saman allir inn að leika sér, voru rosalega góðir allir saman, Kriss fékk meiri segja að vera með!!!!
Svo fór Jason og Dylan heim, og fljótlega eftir það var það bælið fyrir Kriss okkar sem datt út með það sama.. Oliver fékk að vaka aðeins lengur og var að horfa á fótboltaleikinn (maður verður nú að fylgjast með)... Oliver er á leiðinni í bælið núna..
Svo við segjum þetta bara gott í bili...
Kv. Lúxararnir með KLIKKAÐ GÓÐA VEÐRIÐ

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ
Gaman að sjá hjá ykkur nýju myndirnar. Greinilegt að veðrið leikur við ykkur þessa dagana :-) Þið mættuð nú alveg senda okkur smá sól hingað á skerið !!
Hlökkum til að sjá ykkur.
Knús,
Elísabet og co

miðvikudagur, júní 14, 2006 1:16:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home