Allt að verða VITLAUST þar sem Portúgal VANN
Góða kvöldið
Vá hvað er búið að vera mikið stuð hér í götunni í kvöld, hér keyrir vart Bíll nema flauta upp og niður götuna allt að verða VITLAUST eftir að Portúgalir unnu Englendingana í HM... Bara gott mál við vildum Englendingana út... En hér í Lúxemborg búa sem sagt margir Portúgalir svo eflaust er allt vitlaust niðri í bæ líka.. En þetta bara gaman og eru Portúgalir eins og við Íslendingar "Stoltir af sinni Þjóð"...
Annars byrjaði dagurinn í dag frekar seint hann Kriss okkar er held ég bara alveg hættur við það að vera áfram slappur en hann vaknaði rúmlega 10 í morgun sem er sko ROSALEGA SEINT á hans mælikvarða. Við Kriss fórum þá bara saman niður og fengum okkur að borða og út á svalirnar enda var sko BONGÓBLÍÐA úti.. Svo rétt fyrir hádegi kom hann Oliver okkar fram, fékk aldrei þessu vant að sofa út og að vera í friði.. Engin að trufla hann. Og græddi Oliver heilar 5 evrur á því að vakna (hann missti sem sagt tönn (pabbi hans ýtti henni út) í gærkvöldi) og hafði tannálfurinn mætti í nótt og gert skipti, tekið tönnina og skilið eftir aur...
Við fórum svo í róleg heitunum að finna okkur til þar sem hann Oliver var að fara á Takewondo æfingu.. Eftir æfinguna var farið heim og ákváðum við að kíkja á hana Susie vinkonu okkar og gefa henni brauð, Kriss vildi bara drífa sig heim strax eftir að við vorum búin að gefa Susie og öndunum brauð, honum greyjinu var svo HEITT að hann meikaði ekki að fara í einhvern göngutúr líka en það var bara of heitt að hans mati til að hreyfa sig... En hitinn var 31,5°C þegar við keyrðum heim af æfingunni.. Svo já það mætti segja að það hafi verið HEITT í dag..
Við tókum því svo bara rólega hér í kvöld og fengum okkur ÍSLENSKT NAMMI (vá hvað það er nú bara GOTT)...
Diddi litli bróðir hans Bjarna hringdi svo í dag í karlinn og já er að spá í því að kíkja í heimsókn til okkar eftir Roskilde festivalið en hann/þau (kærastan líka) eru þar og ætla að kíkja í smá heimsókn eftir helgina..
Svo eru nú bara 12 dagar í hana Ömmu sætu vá hvað okkur hlakkar til að fá hana..
Jæja segjum þetta bara gott í bili...
Biðjum að heilsa þangað til næst
Kv. Sú Elsta og karlpeningurinn
Vá hvað er búið að vera mikið stuð hér í götunni í kvöld, hér keyrir vart Bíll nema flauta upp og niður götuna allt að verða VITLAUST eftir að Portúgalir unnu Englendingana í HM... Bara gott mál við vildum Englendingana út... En hér í Lúxemborg búa sem sagt margir Portúgalir svo eflaust er allt vitlaust niðri í bæ líka.. En þetta bara gaman og eru Portúgalir eins og við Íslendingar "Stoltir af sinni Þjóð"...
Annars byrjaði dagurinn í dag frekar seint hann Kriss okkar er held ég bara alveg hættur við það að vera áfram slappur en hann vaknaði rúmlega 10 í morgun sem er sko ROSALEGA SEINT á hans mælikvarða. Við Kriss fórum þá bara saman niður og fengum okkur að borða og út á svalirnar enda var sko BONGÓBLÍÐA úti.. Svo rétt fyrir hádegi kom hann Oliver okkar fram, fékk aldrei þessu vant að sofa út og að vera í friði.. Engin að trufla hann. Og græddi Oliver heilar 5 evrur á því að vakna (hann missti sem sagt tönn (pabbi hans ýtti henni út) í gærkvöldi) og hafði tannálfurinn mætti í nótt og gert skipti, tekið tönnina og skilið eftir aur...
Við fórum svo í róleg heitunum að finna okkur til þar sem hann Oliver var að fara á Takewondo æfingu.. Eftir æfinguna var farið heim og ákváðum við að kíkja á hana Susie vinkonu okkar og gefa henni brauð, Kriss vildi bara drífa sig heim strax eftir að við vorum búin að gefa Susie og öndunum brauð, honum greyjinu var svo HEITT að hann meikaði ekki að fara í einhvern göngutúr líka en það var bara of heitt að hans mati til að hreyfa sig... En hitinn var 31,5°C þegar við keyrðum heim af æfingunni.. Svo já það mætti segja að það hafi verið HEITT í dag..
Við tókum því svo bara rólega hér í kvöld og fengum okkur ÍSLENSKT NAMMI (vá hvað það er nú bara GOTT)...
Diddi litli bróðir hans Bjarna hringdi svo í dag í karlinn og já er að spá í því að kíkja í heimsókn til okkar eftir Roskilde festivalið en hann/þau (kærastan líka) eru þar og ætla að kíkja í smá heimsókn eftir helgina..
Svo eru nú bara 12 dagar í hana Ömmu sætu vá hvað okkur hlakkar til að fá hana..
Jæja segjum þetta bara gott í bili...
Biðjum að heilsa þangað til næst
Kv. Sú Elsta og karlpeningurinn
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home