þriðjudagur, júní 27, 2006

Komin aftur til Lúx...

Well well well,
Þá erum við komin aftur heim já til Lúx. Sem er sko bara fínt, var svakalega erfitt að vakna í morgun og sváfu allir eins og GRJÓT í vélinni... Drifum okkur heim og í afslöppun, að vísu tók Ma upp úr töskunum og lét það gott heita... Enda allir vel þreyttir eftir ferðalagið að vísu er bara venjulegur miðvikudagur á morgun og langur skóladagur hjá báðum strákunum svo það var ákveðið að skella sér ELDSNEMMA í bælið í kvöld svo þeir bræður hafi orku í að þrauka morgundaginn...
Annars var sko bara frekar grámyglulegt þegar við lentum í Hanh en þegar við vorum komin til Lúx var komin þessi fína RJÓMABLÍÐA hér er 25°C og já sólin fær að skína svona annað slagið (skýjin eitthvað að stríða henni og fela hana).. Við höfum samt bara ekki nennt út, erum með alla glugga í húsinu opna upp á gátt svo við getum andað...
Við vorum sko öll sammála um það að þetta stopp okkar á Íslandinu góða var alltof stutt og mikil keyrsla á okkur, en við hefðum sko alls ekki viljað missa af brúðkaupinu hennar Kristínar okkar, skal ég segja ykkur það var sko alveg frábært í alla staði. Eins fengum við að knúsa restina af familíunni, svo í morgun var sko ekkert rosalega erfitt að kveðja Ömmu sætu þar sem við vitum að það er sko ROSALEGA STUTT í það að hún komi í heimsókn til okkar vá hvað það verður nú ljúft... Ekki nema 16 dagar í hana, og ekki leiddist okkur að heyra það...
En annars er bara tóm leti og þreyta í gangi hjá okkur...
Segjum þetta gott í bili.
Vildum bara láta fólk vita að við værum komin heim....
Kv. Berglind og Strákarnir

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ
Takk fyrir síðast :-)
Gott að heyra að ferðalagið gekk vel. Nú er líka svo stutt í Ömmu heimsókn !! Vonandi hafið þið það nú gott í góða veðrinu...
Knús og kram
Elísabet og co.

miðvikudagur, júní 28, 2006 4:28:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hundfúlt að þið eruð farin. Var komin með þessar fyrirmyndar barnapíur. Deppa og deppa og stundum Oli. Vildi að við værum að fara með ömmu líka í sólbað. Annars er eitthvað að rætast úr veðrinu núna hjá okkur,
kv,
KB

miðvikudagur, júní 28, 2006 1:56:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home