miðvikudagur, júlí 05, 2006

Held að Himinninn sé að hrynja

Góða kvöldið
Well þá skrifa ég aftur...
Þar sem núna er FJÖRIÐ að byrja já ég er að tala um Þrumur, Eldingar og ég býst við að fljótlega fylgi Rigningin á eftir...
Annars þá var líka Rigning í morgun en það stytti sko fljótt upp og hitinn fór í 35°C í dag sem er sko bara heavy mikið og of mikið fyrir Stubbinn minn..
En annars var þetta bara fínn dagur, strákarnir fóru báðir í skólan og fékk hann Kriss okkar LOKSINS að fara með köku, fór með þessa líka fínu Spiderman köku (hún var ógeð góð hvít kaka með jarðaberja kremi (eða svo segir Kriss okkur))... Enda var hann sko MONTINN stubburinn þegar hann labbaði inn í skólastofuna með kökuna í hendinni...
Þegar hann var svo sóttur í hádeginu fékk hann 3 listaverk með sér heim (en þær eru að byrja að taka til í skólastofunum enda bara rúm vika eftir af skólanum).. Við Kriss löbbuðum svo á móti Oliver í hádeginu í öllum hitanum og fannst Stubb þetta helst til mikið en lét sig hafa þetta.. Svo fengu þeir sér að borða og léku sér í hádeginu..
Eftir hádegi var svo skóli hjá báðum strákunum og þar sem Pabbi hafði skroppið til Trier og var ekki kominn tilbaka þá ákváðum við að labba af stað í skólan, ekki mikið mál fyrir Oliver sem var bara sáttur við að fá að labba en Kriss byrjaði fljótt að kvarta en lét sig hafa það.. Svo þegar við vorum kominn langleiðina í skólan þá kom Pabbi og skutlaði okkur síðasta spottan, Kriss var sko rosalega ánægður með það.
Svo eftir skóla var Kriss sóttur á bílnum (enda ekki hægt að leggja á hann að labba of mikið í svona hita) en við rétt misstum af Oliver svo hann labbaði bara LÖNGU LEIÐINA HEIM.. Já ekki alveg í lagi heima hjá honum, ha....
Við ákváðum svo bara að hafa kvöldmatinn snemma þar sem Pabbi átti að fara að vinna í kvöld, karlarnir GRILLUÐU vá hvað það var nú gott eins og alltaf. Eftir matinn skutluðum við pabba í vinnuna þar sem við héldum að það væri Takewondo æfing en NEI þegar við mættum á svæðið var engin svo það var engin æfing í kvöld.. En í staðinn fékk Oliver bara heimsókn frá Dylan og fóru þeir út að leika sér og eru enn úti.. Geri nú samt fastlega ráð fyrir því að Oliver komi heim áður en leikurinn byrji... Kriss er hins vegar bara sofnaður enda var hann mikið þreyttur í dag og held ég að hitinn hafi eitthvað með það að gera...
Annars var þetta bara svona rólegur dagur í dag hjá okkur..
Núna eru líka bara 8 dagar í Ömmu sætu, vá hvað tíminn líður hratt..
Segjum þetta gott í bili,held að hann sé byrjaður að rigna...
Kv. Berglind og Karlpeningurinn

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ætla ekki að segja ykkur hvað ég öfunda ykkur af þessu veðri.... erum alveg að drepast úr þuglyndi hérna. Ágætt að TA velji sér að vera veikur í svona ömurlegheitum....
kv,
KB

fimmtudagur, júlí 06, 2006 12:48:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home