Skólinn LOKSINS BÚINN
Góða kvöldið
Þá loksins skrifum við aftur, búinn að vera svo upptekin af því að klára skólan og eyða tíma með Ömmu sætu... En hún sem sagt kom til okkar á fimmtudagskvöldið og fórum við öll saman að sækja hana... Komum rosa seint heim og voru þeir bræður þá sendir beint í bælið þar sem það var síðasti skóladagurinn daginn eftir "föstudag" svo já það var frekar erfitt að vakna en þetta hafðist allt saman.
Á föstudaginn fór svo Ma með blóm og smá íslenskt nammi til að gefa henni Carinu þar sem hann Kriss okkar var að hætta í skólanum hjá henni, fer í september í litla skólan við hliðin á Olivers skóla.. Svo var Oliver sóttur í skólan þar sem hann var að koma heim með FULLT FULLT af drasli. Svo var bara leti og róleg heit hjá okkur í gær, Amma naut þess að hafa sól og bongóblíðu náði að fara í sólbað... Strákarnir fengu svo að horfa á bíó þar sem Amma gaf þeim nýja DVD diska þegar hún kom í gærkvöldi og steinsofnuðu þeir báðir yfir bíóinu.. Svo í dag skelltum við okkur aðeins niður í bæ að skoða mannlífið, nóg að gera þar sem það var grænmetismarkaður og flóamarkaður í bænum í dag... Eftir bæjarferðina var farið beint heim í sólbað þar sem það var svo fínt veður í dag.. Amma alveg að leka niður sökum hita en við hin bara orðin vön þessu... Voru svo bara í afslöppun og leti það sem eftir lifði dags, á morgun ætlar Kriss að sýna Ömmu hversu duglegur hann er að hjóla enda heldur okkar maður því fram að hann geti gjörsamlega allt og sé alveg að verða 10 ára... Alla vegana lifir hann í voninni að hann sé að verða jafnstór og Oliver, en vitir menn það á eftir að gerast Kriss á eftir að verða jafnstór og Oliver (eins og mamma er alltaf að segja honum) en það eru bara enn nokkur ár í það...
Jæja segjum þetta gott af RÖFLI í bili...
Over and out.
Þá loksins skrifum við aftur, búinn að vera svo upptekin af því að klára skólan og eyða tíma með Ömmu sætu... En hún sem sagt kom til okkar á fimmtudagskvöldið og fórum við öll saman að sækja hana... Komum rosa seint heim og voru þeir bræður þá sendir beint í bælið þar sem það var síðasti skóladagurinn daginn eftir "föstudag" svo já það var frekar erfitt að vakna en þetta hafðist allt saman.
Á föstudaginn fór svo Ma með blóm og smá íslenskt nammi til að gefa henni Carinu þar sem hann Kriss okkar var að hætta í skólanum hjá henni, fer í september í litla skólan við hliðin á Olivers skóla.. Svo var Oliver sóttur í skólan þar sem hann var að koma heim með FULLT FULLT af drasli. Svo var bara leti og róleg heit hjá okkur í gær, Amma naut þess að hafa sól og bongóblíðu náði að fara í sólbað... Strákarnir fengu svo að horfa á bíó þar sem Amma gaf þeim nýja DVD diska þegar hún kom í gærkvöldi og steinsofnuðu þeir báðir yfir bíóinu.. Svo í dag skelltum við okkur aðeins niður í bæ að skoða mannlífið, nóg að gera þar sem það var grænmetismarkaður og flóamarkaður í bænum í dag... Eftir bæjarferðina var farið beint heim í sólbað þar sem það var svo fínt veður í dag.. Amma alveg að leka niður sökum hita en við hin bara orðin vön þessu... Voru svo bara í afslöppun og leti það sem eftir lifði dags, á morgun ætlar Kriss að sýna Ömmu hversu duglegur hann er að hjóla enda heldur okkar maður því fram að hann geti gjörsamlega allt og sé alveg að verða 10 ára... Alla vegana lifir hann í voninni að hann sé að verða jafnstór og Oliver, en vitir menn það á eftir að gerast Kriss á eftir að verða jafnstór og Oliver (eins og mamma er alltaf að segja honum) en það eru bara enn nokkur ár í það...
Jæja segjum þetta gott af RÖFLI í bili...
Over and out.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home