fimmtudagur, júlí 13, 2006

Innan við 7 tímar í Ömmu Sætu

Góðan daginn
Vá hvað er stutt í hana Ömmu sætu, tíminn líður ógeðslega hratt og áður en við vitum af verða Amma og Oliver farin í flugvélina til Íslands...
En núna er sem sagt bara talið niður í klukkutímum í það að við hittum ömmu... Strákarnir svaka spenntir búið að gera allt ready fyrir hana Ömmu sætu...
Annars erum við bara í róleg heitunum núna.. Bíðum bara eftir því að klukkan tifi áfram.
Í morgun var svo Sportdagur í skólanum hjá Oliver, voru allir með svo var skipt í lið (Í Olivers liði voru bæði Stubbar og stórir) svo var farið í svona þrautarbraut og gefin stig.. Og lenti Olivers lið í 2. sæti og okkar maður ekkert smá montinn með það fannst samt frekar fúllt að liðið sem vann fékk bara 1 stigi meira en þau.. En svona er þetta bara geta ekki allir unnið.. En hann fékk með heim "heimatilbúna" medalíu sem var silfurlituð.. Svaka flott og gaman hjá honum í dag, en allur dagurinn fór í þetta íþróttamót.
Við Kriss mættum svo að sækja okkar mann þar sem hann kom heim með smá drasl í dag en á morgun verða þau látin taka restina af dótinu sínu (og það er víst slatti eftir)... En á morgun verður svona spiladagur hjá alla vegana Olivers bekk bara gaman fyrir þau að breyta aðeins til, enda búin að vera svo mikil keyrsla í allan vetur að þetta er orðið svona eiginlega langþráð að fá smá frí... Svo er náttúrulega síðasti skóladagurinn hjá þeim báðum á morgun bara SNILLD.. Tala nú ekki um þar sem við verðum með Ömmu sætu í heimsókn hjá okkur á meðan bara flott..
Annars er nú ekkert merkilegt annað að frétta af okkur...Bara allt við það sama..
Að vísu er veðrið frekar fúllt núna, ROSALEGA HEITT en samt skýjað svo það er varla líft inn í húsinu hvað þá úti...
En látum heyra betur frá okkur síðar..
Kv. Oliver "Snilli", Kriss "Emil" og Co.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home