Í Sól og sumaryl
Góða kvöldið
Verð nú bara að byrja á veðrinu, já hér er sko búin að vera BONGÓBLÍÐA í marga dag og ekkert nema gott um það að segja, ég gjörsamlega ELSKA SÓLINA :-) bara búið að vera ljúft og gott..
Gleymdi alveg að segja ykkur frá því að við erum búin að hitta nýja kennaran hans Kristofers stóra, en þessi yndislega kona "amma" kom og kynnti sig fyrir okkur á laugardaginn þegar við vorum í bænum en hún þekkti okkur vegna þess að hann Oliver okkar var með okkur, ekkert smá almennilega kona leit út fyrir að vera rosalega elskuleg og ég brosti alveg út að eyrum þar sem konan talar rosalega fína ensku, það verða sem sagt engin vandamál hjá okkur í haust hvað Kriss varðar... Erum að vísu ekki búinn að hitta nýja kennaran hans Olivers en hann fær karl kennaran núna í 3.bekk.. En við höfum svo sem ekki miklar áhyggjur af því þar sem þeir kennarar hér í skólanum sem við höfum hitt tala öll fluent ensku, svo ekki getum við neitt kvartað.
Nóg af þessu.
Á sunnudaginn ákváðum við að skella okkur aftur í bæinn fórum í svona garð hérna niðri í bæ sem er sko rosa flottur ekta fyrir börn að leika sér í. Risa stór sjóræningjaskip í garðinum með allskyns flott heitum (rennibrautum, stigum, vatn til að sulla í og völundarhús) og skemmtu þeir bræður sér ekkert smá vel þarna stoppuðum þangað til við fullorðna fólkið var gjörsamlega bráðið.. Og var það sko ákveðið að þarna færum við fljótt aftur.
Fórum svo bara heim í meiri leti og flott heit... Fórum svo frekar seint að sofa.
Í morgun voru allir vaknaðir rosalega snemma og skein sólin svo skært þegar við vöknuðum. Vorum í leti fyrir hádegi, hentum samt í bananabrauð og súkkulaðiköku og fórum svo eftir hádegi út í garð, tókum með okkur fullt af ávöxtum og drykkjum þar sem það var svaka heitt í dag.. Vorum svo bara í leti í garðinum "sundlauginni". Bara notalegt að hafa svona gott veður, enda er það alveg ákveðið meðan veðrið er svona gott verður bara LETI í gangi... Amma verður að fá að njóta veðurblíðunnar þar sem það er ekki búið að vera neitt sumar á Íslandi..
Annars er svo sem ekkert spennandi að gerast hjá okkur bara SÓL og LETI.
Segjum þetta bara gott af okkur öllum í bili...
Kv. Oliver, Kriss, Amma og Gamla settið
Verð nú bara að byrja á veðrinu, já hér er sko búin að vera BONGÓBLÍÐA í marga dag og ekkert nema gott um það að segja, ég gjörsamlega ELSKA SÓLINA :-) bara búið að vera ljúft og gott..
Gleymdi alveg að segja ykkur frá því að við erum búin að hitta nýja kennaran hans Kristofers stóra, en þessi yndislega kona "amma" kom og kynnti sig fyrir okkur á laugardaginn þegar við vorum í bænum en hún þekkti okkur vegna þess að hann Oliver okkar var með okkur, ekkert smá almennilega kona leit út fyrir að vera rosalega elskuleg og ég brosti alveg út að eyrum þar sem konan talar rosalega fína ensku, það verða sem sagt engin vandamál hjá okkur í haust hvað Kriss varðar... Erum að vísu ekki búinn að hitta nýja kennaran hans Olivers en hann fær karl kennaran núna í 3.bekk.. En við höfum svo sem ekki miklar áhyggjur af því þar sem þeir kennarar hér í skólanum sem við höfum hitt tala öll fluent ensku, svo ekki getum við neitt kvartað.
Nóg af þessu.
Á sunnudaginn ákváðum við að skella okkur aftur í bæinn fórum í svona garð hérna niðri í bæ sem er sko rosa flottur ekta fyrir börn að leika sér í. Risa stór sjóræningjaskip í garðinum með allskyns flott heitum (rennibrautum, stigum, vatn til að sulla í og völundarhús) og skemmtu þeir bræður sér ekkert smá vel þarna stoppuðum þangað til við fullorðna fólkið var gjörsamlega bráðið.. Og var það sko ákveðið að þarna færum við fljótt aftur.
Fórum svo bara heim í meiri leti og flott heit... Fórum svo frekar seint að sofa.
Í morgun voru allir vaknaðir rosalega snemma og skein sólin svo skært þegar við vöknuðum. Vorum í leti fyrir hádegi, hentum samt í bananabrauð og súkkulaðiköku og fórum svo eftir hádegi út í garð, tókum með okkur fullt af ávöxtum og drykkjum þar sem það var svaka heitt í dag.. Vorum svo bara í leti í garðinum "sundlauginni". Bara notalegt að hafa svona gott veður, enda er það alveg ákveðið meðan veðrið er svona gott verður bara LETI í gangi... Amma verður að fá að njóta veðurblíðunnar þar sem það er ekki búið að vera neitt sumar á Íslandi..
Annars er svo sem ekkert spennandi að gerast hjá okkur bara SÓL og LETI.
Segjum þetta bara gott af okkur öllum í bili...
Kv. Oliver, Kriss, Amma og Gamla settið
1 Comments:
Hæ hæ
Takk fyrir spjallid i dag ! Alltaf gaman ad heyra i ther -)
Thad er sko lika bara sol og leti a okkur herna i Dano....
Ekkert sma notalegt !!
Heyrumst,
knus og kram,
Elisabet og co
Skrifa ummæli
<< Home