föstudagur, ágúst 11, 2006

Eitt örstutt

Hellú
Já við erum alveg lifandi hérna í Lúxlandinu!!! Bara verst að sólin er held ég bara farin héðan (hey vona samt að hún láti nú sjá sig eitthvað meira hérna) svo það er bara búið að vera skítaveður, kemur svona inn á milli einn og einn ágætur dagur en þessa á milli er bara næstum haustveður nokkuð sem mér líka ALLS EKKI..
Annars eru bara róleg heit hjá okkur, erum bara í því að slappa af og gera mest lítið. Kriss okkar spyr nú frekar mikið um bróðir sinn (vá fyrir utan allt annað sem hann spyr um "Af hverju" "af hverju") en hann Kriss okkar bíður spenntur eftir Oliver og vonar sko heitt og innilega að Oliver mæti með Lakkrís með sér í ferðatöskunni.
Við vitum sko alveg að hann Oliver okkar hefur það bara gott á Íslandinu góða, hann skemmtir sér sko rosalega vel, er alveg að njóta þess að vera á Íslandi, er meiri segja að fara sumarbústaðarferð með Ömmu, Kristínu, Palla og Tvíbbunum um helgina ekki leiðinlegt það!!! Svo er hann víst bara búinn að vera STILLTUR á Íslandi sem er sko bara hið besta mál..
Nú svo er hann Hálfdán hérna í heimsókn, svo hann situr ekki bara uppi með mig þegar Bjarni er að vinna.
Gleymdum að segja frá því að Langa átti afmæli 8.ágúst og óskum við henni til hamingju með daginn og hann Óskar "byggir" frændi á afmæli í dag, óskum við honum líka til lukku með daginn.
En jæja ég nenni ekkert að vera duglega að blogga þegar AÐALKARLINN MINN VANTAR.
Segji þetta bara gott í bili af okkur í Lúxlandinu.
Kv. Berglind

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home