mánudagur, september 04, 2006

September kominn og lítið að gerast...

Well well
þá er september loksins kominn og veðrið hefur jú skánað eða já alla vegana þangað til í dag!!! Já í dag fengum við rok, rigningu og grámyglulegan himinn... En við höfðum ákveðið Dýragarðsferð í dag en sökum veðurs hættum við, við að fara!!!! Málið er að karlarnir fóru í bíó í gærkvöldi og var Kriss okkar alls ekki sáttur við það að fá ekki að fara með (en þeir fóru sko á bannaða mynd) svo Kriss valdi það að fara í dýragarðinn í dag sem gekk ekki alveg nógu vel. Svo við ákváðum að kíkja í Keiluhöllina í Belgíu í staðinn sem var sko bara alls ekkert sniðug. Nei bara nokkrar keilubrautir (og ekki gert ráð fyrir Stubbum þar) og svo örfáir spilakassar þá er ég að tala um 1 stafa tölu ekki 2ja stafa tölu... En Ma ákvað nú að leyfa strákunum sínum að prufa einhvern bílaleik (kappakstursleik) Kriss fannst það sko geggjað var mjög upptekinn af því að klessa á og rústa bílnum meðan Oliver einbeitt sér eins og hann gat....
Eftir bíltúrinn fórum við bara heim þar sem þeir bræður voru eitthvað óþekkir í bílnum.. Fórum bara heim í afslöppun öll nema Kriss sem var út í garði að leika við stelpurnar hinum megin. Bara stuð hjá honum :+)))))
Annars er sko mest lítið búið að vera að gerast hjá okkur bara same old same old. Fórum jú í Grillvinnupartý til Gogga og Elísabetar á fimmtudaginn og svo var Elli í mat á föstudaginn svo jú jú við höfum eitthvað verið að gera.. Annars er bara veðrið búið að vera svo leiðinlegt að við höfum mest lítið gert. Verið í bílskúrnum að vinna eða bara leika okkur... Verið dregnir út annað slagið af þeirri gömlu við mis góðar undirtektir en það er svona eins og það er... Hún náði okkur nú um daginn í H&M þar sem hún náði að versla vetrarúlpu á Kriss og smá föt á báða, komumst nefnilega að því að Oliver var buxnalaus og það er ekki hægt að mæta á nærbrókunum í skólan eða hvað... Jú svo styttist náttúrulega í skólan líka, já hjá okkur báðum en við byrjum í skólanum 15.sept...
Jæja segjum þetta gott af okkur í bili þangað til næst, vonum að það verði ekki alveg jafn langt í þau skrif....
Biðjum að heilsa ykkur í bili...
Kv. Oliver, Kriss og Gamla settið

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home