Orkuátak, við elskum alveg Orkuátak.
LOKSINS LOKSINS LOKSINS
Já betra seint en ALDREI, loksins sest ritarinn og fer að pikka...
Eflaust slatti búinn að gerast hjá okkur síðan síðast. Kíktum á vínhátíðina í Grevenmacher síðustu helgi voða flott allt þar (risa skrúðganga sem minnir um margt á GayPride á Íslandi, nema hvað það er ekki eins mikið lagt upp úr búningum og bílum (hér er það yfirleitt traktor sem keyrir) og hér eru allir að bjóða upp á hvítvín að smakka eða vínberjadjús) mjög gaman að kíkja á þetta.. Svo er þetta GULA búið að vera að sýna sig vinstri/hægri. Bara búið að vera notalegt skal ég segja ykkur...
Við ákváðum að taka ORKUÁTAKIÐ upp aftur á þessu heimili, áttum til Orkuátaks bók (sem amma sendi okkur) svo við ákváðum bara að nota hana, Oliver er nefnilega alls ekki duglegur að borða grænmeti og ávexti og borðar ekki mjög reglulega svo núna á að reyna að taka á því. Samt alveg merkilegt hvað svona átak hefur mikil áhrif, fyrsta daginn þá byrjaði hann á ávöxtunum og er búinn að vera að drekka vatn á fullu.. Bara hið besta mál!!! Já og sem betur fer eigum við eina enn bók til svo við getum aftur farið í átak áður en átakið sjálft byrjar.. Æji hann Oliver hefur bara svo gott af þessu...
Svo í kvöld þá var sko mikil spenna í gangi enda er skólinn loksins að fara ða byrja á morgun. Kriss var þvílíkt spenntur enda er hann að fara í alvöruskóla ekki leikskóla, fer í nýjan skóla fær því nýjan kennara og hittir nýja krakka. Fullt nýtt að gerast hjá honum, en þetta er sem sagt undirbúningur undir fyrsta bekk bara stuð hjá honum.. Hann mikið spenntur og hafði miklar áhyggjur af því að ég myndi gleyma að finna til Svampur Sveinssons töskuna sem amma hefði gefið honum.. En auðvita fundum við allt til áður en farið var í bælið...
Oliver er hins vegar mun rólegri yfir þessu öllu saman en hann fær nýjan kennara og já besti vinur hans Dylan hættir í bekknum og svo er það ein stelpa sem ekki náði 2. bekk (svo vitum við ekki hvort það séu einhverjir nýjir í hans bekk sem ekki náðu 3.bekk síðast kemur í ljós á morgun).. En áður en hægt var að henda honum í bælið fórum við í það að merkja alla hluti sem hann átti að taka með sér í skólan og var sko af alveg nægu að taka.. Frekar mikið sem hann fer með á morgun (fyrsta daginn).
Vá og sem betur fer byrjar fyrsti dagurinn ekki fyrr en klukkan 09 (það hefur verið svona frekar erfitt fyrir Oliver að vakna undanfarna daga að vísu var það ekki mikið mál í morgun sem betur fer) svo verður dagurinn bara stuttur enda fyrsti dagurinn.. En við vitum svo sem ekkert hvernig þetta verður með Kriss (sumir hafa lennt í því að þurfa að fara með börnin sín í aðlögun þar sem nú lengist dagurinn svo mikið úr sem sagt 3 dögum í viku í 5 daga og svo eru þau núna fyrir og eftir hádegi 3 daga í viku) en það kemur svo sem allt bara í ljós á morgun. Kriss bíður líka spenntur eftir listanum um hvað hann eigi að kaupa, hann skilur ekkert í því að Oliver sé að taka svona mikið og hann bara með töksu.. Eða já við leyfðum honum að velja sér nýja málingarsvuntu fyrir veturinn svo hann fer með hana og töskuna á morgun. Ég vona að það verði bara kennarinn sem versli allan pakkan og við bara borgum henni. Já já mér finnst gaman að versla en ekki skóladót!!! Ekki mitt favorite.
Auðvita erum við búin að vera að gera allskonar sem ég man bara ekki nákvæmlega hvað er núna..
Svo á Cars myndin LOKSINS að koma í bíó um helgina svo við ætlum að hendast í bíó næstu helgi. Kriss getur ekki beðið endalaust lengi eftir henni.
En ælti sé ekki best að ég fari að henda mér smá fyrir framan Kassan þar sem það eiga allir að fara snemma að sofa í kvöld svo við ORKUM að vakna í fyrramálið...
Segjum þetta gott í bili...
Látum svo vita um helgina hvernig skólinn gekk...
Kv. Berglind and the boys
Já betra seint en ALDREI, loksins sest ritarinn og fer að pikka...
Eflaust slatti búinn að gerast hjá okkur síðan síðast. Kíktum á vínhátíðina í Grevenmacher síðustu helgi voða flott allt þar (risa skrúðganga sem minnir um margt á GayPride á Íslandi, nema hvað það er ekki eins mikið lagt upp úr búningum og bílum (hér er það yfirleitt traktor sem keyrir) og hér eru allir að bjóða upp á hvítvín að smakka eða vínberjadjús) mjög gaman að kíkja á þetta.. Svo er þetta GULA búið að vera að sýna sig vinstri/hægri. Bara búið að vera notalegt skal ég segja ykkur...
Við ákváðum að taka ORKUÁTAKIÐ upp aftur á þessu heimili, áttum til Orkuátaks bók (sem amma sendi okkur) svo við ákváðum bara að nota hana, Oliver er nefnilega alls ekki duglegur að borða grænmeti og ávexti og borðar ekki mjög reglulega svo núna á að reyna að taka á því. Samt alveg merkilegt hvað svona átak hefur mikil áhrif, fyrsta daginn þá byrjaði hann á ávöxtunum og er búinn að vera að drekka vatn á fullu.. Bara hið besta mál!!! Já og sem betur fer eigum við eina enn bók til svo við getum aftur farið í átak áður en átakið sjálft byrjar.. Æji hann Oliver hefur bara svo gott af þessu...
Svo í kvöld þá var sko mikil spenna í gangi enda er skólinn loksins að fara ða byrja á morgun. Kriss var þvílíkt spenntur enda er hann að fara í alvöruskóla ekki leikskóla, fer í nýjan skóla fær því nýjan kennara og hittir nýja krakka. Fullt nýtt að gerast hjá honum, en þetta er sem sagt undirbúningur undir fyrsta bekk bara stuð hjá honum.. Hann mikið spenntur og hafði miklar áhyggjur af því að ég myndi gleyma að finna til Svampur Sveinssons töskuna sem amma hefði gefið honum.. En auðvita fundum við allt til áður en farið var í bælið...
Oliver er hins vegar mun rólegri yfir þessu öllu saman en hann fær nýjan kennara og já besti vinur hans Dylan hættir í bekknum og svo er það ein stelpa sem ekki náði 2. bekk (svo vitum við ekki hvort það séu einhverjir nýjir í hans bekk sem ekki náðu 3.bekk síðast kemur í ljós á morgun).. En áður en hægt var að henda honum í bælið fórum við í það að merkja alla hluti sem hann átti að taka með sér í skólan og var sko af alveg nægu að taka.. Frekar mikið sem hann fer með á morgun (fyrsta daginn).
Vá og sem betur fer byrjar fyrsti dagurinn ekki fyrr en klukkan 09 (það hefur verið svona frekar erfitt fyrir Oliver að vakna undanfarna daga að vísu var það ekki mikið mál í morgun sem betur fer) svo verður dagurinn bara stuttur enda fyrsti dagurinn.. En við vitum svo sem ekkert hvernig þetta verður með Kriss (sumir hafa lennt í því að þurfa að fara með börnin sín í aðlögun þar sem nú lengist dagurinn svo mikið úr sem sagt 3 dögum í viku í 5 daga og svo eru þau núna fyrir og eftir hádegi 3 daga í viku) en það kemur svo sem allt bara í ljós á morgun. Kriss bíður líka spenntur eftir listanum um hvað hann eigi að kaupa, hann skilur ekkert í því að Oliver sé að taka svona mikið og hann bara með töksu.. Eða já við leyfðum honum að velja sér nýja málingarsvuntu fyrir veturinn svo hann fer með hana og töskuna á morgun. Ég vona að það verði bara kennarinn sem versli allan pakkan og við bara borgum henni. Já já mér finnst gaman að versla en ekki skóladót!!! Ekki mitt favorite.
Auðvita erum við búin að vera að gera allskonar sem ég man bara ekki nákvæmlega hvað er núna..
Svo á Cars myndin LOKSINS að koma í bíó um helgina svo við ætlum að hendast í bíó næstu helgi. Kriss getur ekki beðið endalaust lengi eftir henni.
En ælti sé ekki best að ég fari að henda mér smá fyrir framan Kassan þar sem það eiga allir að fara snemma að sofa í kvöld svo við ORKUM að vakna í fyrramálið...
Segjum þetta gott í bili...
Látum svo vita um helgina hvernig skólinn gekk...
Kv. Berglind and the boys
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home