þriðjudagur, október 03, 2006

Oliver Duglegur eins og ALLTAF!!!! Kriss alltaf jafn fyndinn :-))))

Góða kvöldið
Þá er ég búin að ná af mér Sólheimabrosinu... Í dag eftir skóla var ég boðuð á foreldrafund hjá Oliver og að sjálfsögðu fór Mamma MONT að heyra hvað nýji kennarinn hefði um hann Oliver minn að segja... Karlinn svakalega elskulegur og góður maður, spurði mig svo hvort hann Oliver væri virkilega bara búinn að búa rúmt ár í Lúxemborg. Jú jú það passaði en þá fór hann að segja mér hversu svakalega klár og vel gefinn hann Oliver minn væri (vá ég veit hann er ekki sonur minn fyrir ekki neitt og ég veit hann getur allt sem hann vill gera, já hefur það frá Mömmu MONT) en alla vegana þá sagði hann að Oliver væri alveg fluent í Lúxemborgísku og stæði mjög vel í Þýsku en það væri ekki kominn nein reynsla á frönskuna hjá honum og að sjálfsögðu stæði hann sig rosalega vel í Stærðfræðinni.. Já það þarf ekki mikið til að GLEÐJA MIG en ég rölti heim með RISA BROS á vör í rigningunni. Sagði líka að oft væri það að börn sem væru ekki allan fyrsta bekk eða færu ekki í fyrsta bekk væru svolítið eftir á hvað þýskuna varðar en NEI það var sko ekki að trufla hann Oliver minn.. NEI hann STENDUR SIG ALLTAF EINS OG HETJA.. Ég var alla vegana ríg montinn með hann son minn...
Kriss okkar er náttúrulega bara fyndinn, hann er í því þessa dagana að syngja TRALLA LA LA LA TRALLA LA LA LA hástöfum (alveg ærandi hátt) segir svo þegar við Oliver biðjum hann að lækka í sér að svona syngi kennarinn hans... Og þá bara gerir hann það líka, eða hvað??? Svo sagði hann í dag "mamma kennarinn sagði eitthvað við mig" svo ég sagði já nú hvað "bara eitthvað" sem segir mér að hann skyldi hana ekki sem mér fannst bara fyndið. Svo sagði hann kennarinn sagði líka eitthvað við Victor "nú hvað" "bara eitthvað" (hann varð sko alvöru pirraður að ég væri alltaf að spyrja hvað kennarinn væri að segja).. En hann tekur samt þátt í öllum leikjum í skólanum og finnst rosalega gaman þar. Hann lærir tungumálið bara seinna það kemur allt saman. Höfum engar áhyggjur af því!!!!
En annars þá var ekki þoka í morgun hjá okkur nei við fengum rigningarúða í morgun og svo þegar líða tók á daginn kom RIGNING DAUÐANS skemmtilegt ha... Svo finnst mér byrjað að kólna svona helst til mikið hérna á kvöldin, ekki fyrir KULDASKRÆFUNA MIG.
Annars erum við enn að bíða eftir stærðfræðiprófinu hans Olivers skiljum ekkert hvað er að gerast með það. Ég var svo MONTINN og ÁNÆGÐ með son minn að ég gleymdi alveg að spyrja um prófið þegar ég var í foreldraviðtalinu. Já MONTRASSINN ÉG, ekta ég að gleyma bara öllu fyrir MONTIÐ...
Að öðru leyti hefur bara bæði dagurinn í dag og helgin verði öll hin rólegast. Oliver fékk Dylan og Jason í heimsókn á laugardaginn og fóru þeir út um leið og sáust ekki heima fyrr en í kringum kvöldmatarleytið. Við hin vorum hins vegar bara í afslöppun... Í gær sunnudag fóru Pabbi og Kriss í bíltúr meðan Oliver og Mamm fór saman í skógarferð, já Oliver var að finna efnivið í afmælisgjöf handa mömmu sinni, en hann ætlar að föndra eitthvað og vantaði efni. Svo já það mætti segja að hér sé bara allt í róleg heitunum..
Segjum þetta gott í bili dúllurnar mínar.
Biðjum bara að heilsa ykkur þangað til næst
Kv. Berglind

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ
Ég skil nú bara vel að þú sért montin af stráknum ! Ég fór líka í foreldraviðtal í gær og gjörsamlega sveif út :-) Ótrúlega frábær þessi börn okkar !!
Knús og kossar,
Elísabet

þriðjudagur, október 03, 2006 4:18:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home