miðvikudagur, september 20, 2006

Á STÓRT og RISASTÓRT barn...

Góða kvöldið,
Vá þá hef ég komist að því að ég á 2 stóra stráka "Ungling" og "Fyrrverandi Stubb"... Já hann Stubbur minn hefur stækkað og þroskast mikið síðan hann byrjaði í SKÓLANUM.. Já hann hefur stækkað þessi elska. Honum finnst rosa gaman í skólanum og virðist ekki vera neitt feiminn þar sem er sko bara hið besta mál, byrjaður að læra hvað sumir krakkar heita og svona svo þetta verður alveg örugglega fljótt að koma hjá honum, áður en ég veit af þá tala synir mínir bara útlensku... Eins gott að fara að viðhalda íslenskunni góðu almennilega við, hef svo sem alltaf passað mig á því að leiðrétta þá þegar þeir segja ekki alveg rétt..
Get sagt ykkur að þeir bræður leiðast í skólan á morgnanna og sú Gamla labbar á eftir þeim með töskuna/töskurnar. Sem er sko bara hið besta mál, en þeir vilja sko alltaf flýta sér. Bara gaman svo er Oliver búinn að sýna Kriss vini sína í skólanum og segja honum hvað þeir heita og svona. Þeir bræður fara nefnilega saman í frímínútur (að vísu fær Kriss oftar og lengur frímínútur) þar sem Oliver okkar duglegi fær bara 1 frímínútur fyrir hádegi og svo aðrar eftir hádegi.. Já ekkert of mikið af fríi hér í skólanum.. Get sagt ykkur að í gær var mikið fagnað enda lítið um heimanám en það var nú svolítil önnur saga hérna í dag get ég sagt ykkur og eflaust á þetta bara eftir að AUKAST næstu daga.
En Oliver er mikið að breytast gagnvart Kristofer núna (kanski finnst honum hann bara hafa elst hver veit) nennir meira að leika við hann, en hann nennir nú samt ekkert að hafa hann inni hjá sér þegar hann er með vini í heimsókn (sem er nú alveg skiljanlegt, Kriss gengur hér um allt ýmist í nærbrók eða nakinn (merkileg árátta hjá honum) og svo talar hann bara íslensku við alla og skilur ekkert í þessum skrítnu strákum að svara sér ekki)..
Svo skelltum við Kriss okkur til Belgíu í dag þar sem hann vantaði íþróttaföt fyrir leikfimi og hann var sko alveg ákveðinn hvað hann vildi já fórum fyrst í Nike þar valdi hann sér RAUÐAN BOL (vildi ekki sjá neitt annað) já einhver Manchester United bolur (já ég einmitt svo mikið inn í þessu ha), svo ákváðum við að kíkja í Intersport líka á íþróttaföt og þar fann hann sér dress og það var svona Manchester United (vona bee, sem sagt ekki ekta dress) en flott samt hann vildi sem sagt bara rauðan bol og svo hvítar stuttbuxur og var þetta saman í kassa og okkar maður labbaði út í skýjunum með verslunarferðina.
Enda get ég sko sagt ykkur að skólinn tekur á hjá honum Stubb okkar hann fer í rúmið núna milli 19:30 og 20:00 sofnar alltaf mjög fljótt og er sko sofandi þegar ég vek hann á morgnanna og er ekki að nenna framúr... Já það er erfitt að vera í skóla.
Oliver er bara alltaf jafn duglegur er að kenna mömmu sinni FRÖNSKU þessa dagana en þau eru að læra svo mikið í frönsku þessa dagana... Svo er hann greyjið byrjaður að skrifa allt með svona GAMALDAGS BLEKPENNA og já já það er reiknað og allur pakkinn með þessu. Að vísu er hann með annan penna svo hann geti strokað út... En hann fær nú að nota blýant í sjálfa stærðfræðibókina en þau dæmi sem þarf að skrifa niður og setja í stílbók þá þarf hann að nota blekpennan já þetta er ekkert djók/grín... Svo annað sem mér finnst alveg stórskrítið hérna það er notaðar reikningsbækur í öllum fögum (já með svona rúðum í) hann notar svoleiðis í þýsku, frönsku og lúxemborgísku, finnst ykkur þetta ekki skrítið??? Svo þarf hann að telja hvað eiga að vera margar rúður milli orða... Þetta fannst mér stór merkilegt alveg...
En já svona er nú margt ólíkt Íslandinu góða...
Jæja dúllurnar mínar ég ætla að segja þetta gott í bili...
Bið að heilsa í bili
Kv. Berglind Stoltasta MAMMA í heimi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home