mánudagur, október 09, 2006

Oliver ALLTAF sami SNILLINGURINN.....

Hellú,
Já þá get ég eina ferðina enn MOTNAÐ mig af honum syni mínum, jú í dag fékk hann Frönsku prófið með sér heim og Snillingurinn minn var ekkert að láta Frönsku slá sig út af laginu NEI HEY okkar maður fékk 42 stig á prófinu (sem sagt 7,0 á íslenskum mælikvarða). Og mér þótti þetta nú alls ekki leiðinleg AFMÆLISGJÖF... Var náttúrulega rígmontinn eins og alltaf !!! Svo stóð hann sig líka svo rosalega vel í Orkuátakinu (já áttum aukabók svo drengurinn var settur í átak) að hann fékk að velja sér verðlaun og jú jú hann ætlar að velja sér LORDI geisladisk... Enda á hann það sko alveg skilið... Búinn að standa sig rosalega vel á þeim prófum sem hann hefur tekið núna í skólanum fyrir utan náttúrulega Orkuátakið...
Annars þá er búið að vera bara rólegt hjá okkur undanfarna daga, við Oliver horfðum saman á Bleika Pardusinn (með Steve Martin) og mæli ég sko með henni fyrir þá sem ekki hafa séð hana, Oliver drapst næstum úr hlátri yfir myndinn.

Og í dag hafa þeir bræður verið mjög svo duglegir við það að föndra handa mömmu sinni afmælisgjafir, Oliver skar broskarla út í spýtur, gerði eitt skúlptúr, og skrifaði "mamma sæta" á eina spýtu. Kriss okkar gerði svaka fín listaverk handa mömmu sinni í skólanum og kom með þau heim handa henni.. Ekki amalegt að eiga svona góða stráka að.

Annars er svona mest lítið annað að gerast hjá okkur, bara pakkí pakk og venjuleg rútína. Orðið frekar mikið kalt hérna á morgnanna en hitnar sem betur fer þegar líða tekur á daginn og þetta GULA sem ég sakna sko mikið er farið að sýna sig.

Jú ekki nema hvað 18 dagar í HEIMFERÐ og okkur farið að hlakka geggjað mikið til, og ekki nema 23 dagar í nýju vinnuna mína. Vá þetta verður bara snilld og gaman fyrir okkur að komast aftur heim á klakann.

Endum þetta á afmæliskveðjum, í gær 8.okt var hann Matthías Nökkvi 2 ára, í dag á ég sjálf afmæli er 20M ára í dag(alltaf stór afmæli hjá minni), á morgun 10.okt á hún Gulla sæta pæja afmæli og 11.okt á hún Þórhildur vinkona okkar afmæli. Óskum þeim öllum til hamingju með daginn, verst við komumst ekki í afmæli á þessu ári en við bættum það bara upp á næsta ári og borðum þá TVÖFALDAN SKAMMT.

Over and Out.
Berglind afmælisstelpa og Karlarnir hennar.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til lukku með daginn vinkona ! Hlökkum til að sjá ykkur :-)
Knús og kossar,
Elísabet og co

þriðjudagur, október 10, 2006 12:28:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

til hamingju með afmælið elsku besta frænka:) og takk fyrir afmæliskveðjuna mína á morgun hahaha hlakka til að sjá ykkur ;)
kveðja Gulla og Snædís

þriðjudagur, október 10, 2006 5:56:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home