Jæja komin helgi og ekki nema 13 dagar í Ísland
Well well well,
Þá er komin helgi hjá okkur, búið að vera brjálað að gera vá ég hefði bara ekki trúað því... En það er náttúrulega bara alltaf sama rútínan, skóli með tilbehöri. Jú svo er ég búin að vera að pakka á fullu, eða já svona eftir NENNU... Það er alveg nóg eftir enn... En ég er að vinna í þessu og það skiptir sko miklu meira máli en eitthvað annað.
Svo var dagurin í gær bara skemmtilegur eða þannig, það var skóli bæði fyrir og eftir hádegi og allt í góðu með það. Þegar við vorum að labba heim úr skólanum, þá var Kriss eitthvað svona já "boring" var ekki eins og venjulega (venjulega hleypur hann alla leiðina heim uppfullur af lífi og fjöri) nei í gær var það öðruvísi. Við vorum svo varla kominn inn þegar BALLIÐ BYRJAÐI, vá hann byrjaði að gráta og grét og grét og grét (endalaust mikið og hátt) svo rakst Oliver í hann og ekki var það til að bæta ástandið NEI sko ALLS EKKI. En hann kvartaði bara undan hausverk, mátti ekkert koma við hann og hann vildi fá að stjórna sínu stellingum. Ma mátti svo á endanum láta ískaldan þvottapoka á ennið á honum (sem betur fer). Á endanum hringdi svo Ma í Pa og bað hann að hendast í apótekið eftir verkjalyfum því þetta var bara ekki hægt. En Pa ákvað að koma bara heim úr vinnuni og hendast með Kriss til Doksa (þar sem hann Kriss okkar er búinn að fá frekar oft upp á síðkastið höfuðverk og kvarta undan því en samt ALDREI neitt í líkingu við það sem var í gangi hérna í gær). Svo við drifum okkur til Doksa og komumst mjög fljótt þar að sem betur fer, en þá var Kriss náttúrulega bara orðinn HRESS var bara eins og hann væri með MÓÐURSJÚKA mömmu. En hann var skoðaður hátt og lágt... Fengum að vita að hann er með stíflað nef (vissum það svo sem alveg fyrir) og Doksinn spurði út í það hvort það væri mikið um höfuðverk í familíunni (og þá gátum við víst ekki neitað því) þá sagði hún að kanski væri hann bara með Mígreni (en mamma hans hélt nú ekki mér finnst frekar mikið ótrúlegt að svona ungbörn skynji höfuðverk hvað þá fái mígreni) en Doksi sagði að það væri nú alveg verið að greina yngri börn með þennan VIBBA.... En engu að síður fórum við út með lyfseðil upp á "sprey" í nefið og "sýróp" já verkjalyfið sem hann fékk var sýróp með svaka góðu bragði. En við eigum ekki að gefa honum sýrópið nema hann sé mjög slæmur... En samt sniðugt að gefa börnunum svona sýróp í stað þess að hrúga alltaf í þau töflum. En já ég var ekkert hrifin af því að fá sýróp fyrst (las mér svo til að það er algjörlega sykurlaust) svo ég varð sátt.... Nú er bara úðað vinstri/hægri í nefið á Kriss... En Doksinn hélt að höfuðverkurinn hefði kanski orðið svona rosalega slæmur þar sem hann væri kvefaður með stíflað nef.
Í dag er okkar maður bara hress og kátur... Oliver er bara alltaf eins með UNGLINGAVEIKINA á mjög svo háu stigi... Bara gaman.. Hann fer að verða jafnstór og ég (svo er ég bara 20M ára og svo ungleg að bráðum fer fólk að halda að hann sé pabbi minn) ha ha ha ha ha ha ha..
Jæja segjum þetta gott í dag... Endum þetta á því að óska henni Ágústu Eir til hamingju með afmælið á morgun (en skvísan er að verða 9 ára á morgun en með veislu í dag, vonum að hún verði svaka ángæð með innihaldið í pakkanum sínum)....
Over and Out.
Berglind and the boys.
Þá er komin helgi hjá okkur, búið að vera brjálað að gera vá ég hefði bara ekki trúað því... En það er náttúrulega bara alltaf sama rútínan, skóli með tilbehöri. Jú svo er ég búin að vera að pakka á fullu, eða já svona eftir NENNU... Það er alveg nóg eftir enn... En ég er að vinna í þessu og það skiptir sko miklu meira máli en eitthvað annað.
Svo var dagurin í gær bara skemmtilegur eða þannig, það var skóli bæði fyrir og eftir hádegi og allt í góðu með það. Þegar við vorum að labba heim úr skólanum, þá var Kriss eitthvað svona já "boring" var ekki eins og venjulega (venjulega hleypur hann alla leiðina heim uppfullur af lífi og fjöri) nei í gær var það öðruvísi. Við vorum svo varla kominn inn þegar BALLIÐ BYRJAÐI, vá hann byrjaði að gráta og grét og grét og grét (endalaust mikið og hátt) svo rakst Oliver í hann og ekki var það til að bæta ástandið NEI sko ALLS EKKI. En hann kvartaði bara undan hausverk, mátti ekkert koma við hann og hann vildi fá að stjórna sínu stellingum. Ma mátti svo á endanum láta ískaldan þvottapoka á ennið á honum (sem betur fer). Á endanum hringdi svo Ma í Pa og bað hann að hendast í apótekið eftir verkjalyfum því þetta var bara ekki hægt. En Pa ákvað að koma bara heim úr vinnuni og hendast með Kriss til Doksa (þar sem hann Kriss okkar er búinn að fá frekar oft upp á síðkastið höfuðverk og kvarta undan því en samt ALDREI neitt í líkingu við það sem var í gangi hérna í gær). Svo við drifum okkur til Doksa og komumst mjög fljótt þar að sem betur fer, en þá var Kriss náttúrulega bara orðinn HRESS var bara eins og hann væri með MÓÐURSJÚKA mömmu. En hann var skoðaður hátt og lágt... Fengum að vita að hann er með stíflað nef (vissum það svo sem alveg fyrir) og Doksinn spurði út í það hvort það væri mikið um höfuðverk í familíunni (og þá gátum við víst ekki neitað því) þá sagði hún að kanski væri hann bara með Mígreni (en mamma hans hélt nú ekki mér finnst frekar mikið ótrúlegt að svona ungbörn skynji höfuðverk hvað þá fái mígreni) en Doksi sagði að það væri nú alveg verið að greina yngri börn með þennan VIBBA.... En engu að síður fórum við út með lyfseðil upp á "sprey" í nefið og "sýróp" já verkjalyfið sem hann fékk var sýróp með svaka góðu bragði. En við eigum ekki að gefa honum sýrópið nema hann sé mjög slæmur... En samt sniðugt að gefa börnunum svona sýróp í stað þess að hrúga alltaf í þau töflum. En já ég var ekkert hrifin af því að fá sýróp fyrst (las mér svo til að það er algjörlega sykurlaust) svo ég varð sátt.... Nú er bara úðað vinstri/hægri í nefið á Kriss... En Doksinn hélt að höfuðverkurinn hefði kanski orðið svona rosalega slæmur þar sem hann væri kvefaður með stíflað nef.
Í dag er okkar maður bara hress og kátur... Oliver er bara alltaf eins með UNGLINGAVEIKINA á mjög svo háu stigi... Bara gaman.. Hann fer að verða jafnstór og ég (svo er ég bara 20M ára og svo ungleg að bráðum fer fólk að halda að hann sé pabbi minn) ha ha ha ha ha ha ha..
Jæja segjum þetta gott í dag... Endum þetta á því að óska henni Ágústu Eir til hamingju með afmælið á morgun (en skvísan er að verða 9 ára á morgun en með veislu í dag, vonum að hún verði svaka ángæð með innihaldið í pakkanum sínum)....
Over and Out.
Berglind and the boys.
1 Comments:
Hæ hæ
Við vildum bara þakka kærlega fyrir okkur. Þetta var sko alveg frábært eins og alltaf!!!
Knús og kossar,
Ágústa Eir og Heimir Þór.
Skrifa ummæli
<< Home