10 dagar í Ísland...
Hellú
Já þá er nú heldur betur farið að styttast í Íslandsferðina hjá okkur,vá hvað tíminn líður hratt. Maður er bara á kafi í pappakössum búið að ganga ótrúlega vel samt!!! Núna er ég búin að klára Kristofers herbergi líka og næstum búin með borðstofuna. Svo það er ekki mikið eftir, jú eldhúsið, smá í sjónvarpsherberginu, smá í borðstofunni og smá í svefnherberginu okkar... Vá þetta tekur engan tíma, ætla samt að vera búin að gera allt nokkrum dögum áður en ég fer svo ég fái nú smá FRÍ áður en ég fer heim...
Svo erum við búin að ákveða að daginn eftir að við lendum þá byrjum við í sundi, já fara í heita pottinn ótrúlegt hvað maður saknar þess alltaf. Kemur svo bara í ljós hvað við gerum þegar líða tekur á daginn, það verður nú eflaust einhver familíu hittingur. Bara gaman, svo byrjar ballið á mánudeginum Oliver fer í skólan, Kriss fer í leikskólan og ég að hlaupa á milli stofnanna að henda inn pappírum til að koma okkur inn í íslenska kerfið aftur. Verður sko alveg nóg að gera.
Annars ætluðum við sko að gera fullt síðustu helgi, fara á Krossaran en þá var brautin lokuð, ákváðum svo að hendast í Dýragarðinn en vitir menn hann var líka LOKAÐUR og opnar ekki aftur fyrr en næsta sumar. Þetta endaði því bara sem bíltúr til Trier, ekkert merkilegra en það. En næstu helgi ætlum við að reyna að komast annað hvort í Tívolí eða Circus sjáum hvort verður ofan á... En við ætlum að reyna að gera eitthvað svona skemmtilegt áður en við förum heim.
Annars er mest lítið að frétta Oliver fór með Kriss okkar bæði á laugar- og sunnudeginum á róló að leika bara gaman hjá þeim. Oliver svaka duglegur að nenna með Stubbinn okkar út.
Nú erum við bara farin að telja niður í Íslandsferðina og Jólin, vitið þið hvað það er stutt í þau. Við alveg elskum jólin..
Jæja dúllurnar mínar segjum þetta gott í bili... Ætla að henda í pappakassa meðan strákarnir eru svona góðir.
Segjum þetta gott í bili.
Over and out
Berglind
Já þá er nú heldur betur farið að styttast í Íslandsferðina hjá okkur,vá hvað tíminn líður hratt. Maður er bara á kafi í pappakössum búið að ganga ótrúlega vel samt!!! Núna er ég búin að klára Kristofers herbergi líka og næstum búin með borðstofuna. Svo það er ekki mikið eftir, jú eldhúsið, smá í sjónvarpsherberginu, smá í borðstofunni og smá í svefnherberginu okkar... Vá þetta tekur engan tíma, ætla samt að vera búin að gera allt nokkrum dögum áður en ég fer svo ég fái nú smá FRÍ áður en ég fer heim...
Svo erum við búin að ákveða að daginn eftir að við lendum þá byrjum við í sundi, já fara í heita pottinn ótrúlegt hvað maður saknar þess alltaf. Kemur svo bara í ljós hvað við gerum þegar líða tekur á daginn, það verður nú eflaust einhver familíu hittingur. Bara gaman, svo byrjar ballið á mánudeginum Oliver fer í skólan, Kriss fer í leikskólan og ég að hlaupa á milli stofnanna að henda inn pappírum til að koma okkur inn í íslenska kerfið aftur. Verður sko alveg nóg að gera.
Annars ætluðum við sko að gera fullt síðustu helgi, fara á Krossaran en þá var brautin lokuð, ákváðum svo að hendast í Dýragarðinn en vitir menn hann var líka LOKAÐUR og opnar ekki aftur fyrr en næsta sumar. Þetta endaði því bara sem bíltúr til Trier, ekkert merkilegra en það. En næstu helgi ætlum við að reyna að komast annað hvort í Tívolí eða Circus sjáum hvort verður ofan á... En við ætlum að reyna að gera eitthvað svona skemmtilegt áður en við förum heim.
Annars er mest lítið að frétta Oliver fór með Kriss okkar bæði á laugar- og sunnudeginum á róló að leika bara gaman hjá þeim. Oliver svaka duglegur að nenna með Stubbinn okkar út.
Nú erum við bara farin að telja niður í Íslandsferðina og Jólin, vitið þið hvað það er stutt í þau. Við alveg elskum jólin..
Jæja dúllurnar mínar segjum þetta gott í bili... Ætla að henda í pappakassa meðan strákarnir eru svona góðir.
Segjum þetta gott í bili.
Over and out
Berglind
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home