Skólinn að byrja
Jæja þá er komið að skrifum hjá okkur aftur,
Oliver fór í skólann í morgun og fékk stundatöfluna og var svona líka ánægður með hana, leist bara vel á og það höfðu ákkúrat engar breytingar orðið á bekknum!!! Sem er bara frábært þau er svo góð saman og aldrei neitt vesen á þessum bekk sem ég er mjög ánægð með. Eftir að stundataflan var kominn í hús fór hann út að leika nema hvað!
Kriss er náttúrlega bara alltaf eins í leikskólanum og meira en lítið sáttur þar, fékk nýjan deildarstjóra um daginn svo núna er engin Elín, við fengum Siggu í staðin. Vonum að Sigga verði jafn öflug og hún Elín okkar við vorum rosalega ánægð með hana, hún var nefnilega búin að taka hann Kriss okkar á sínar hendur, þar sem hann Kriss er mjög svo líflegt BARN....
Núna í þessum pikkuðum orðum er Kriss að leika sér við Playmó og Unglingurinn fékk að fara með Reynsa frænda á frumsýninguna á "Astrópíu" ekki amalegt það! Oliver fannst það bara snilld að fá að fara með. Ekkert smá ánægður með það, vonum bara að það verði auðvelt að vekja hann í fyrramálið "fyrsta skóladaginn"...
Við erum bara á fullu í því að fara að ákveða hvað á að vera á boðstólnum í afmælinu hjá honum Kriss okkar sem verður haldið á laugardaginn heima hjá Kristínu frænku og Co.
Ætli við látum þetta ekki bara duga að sinni þar sem hann Kriss minn er að fara í bælið...
E.S við bíðum enn eftir íbúðinni okkar í Tröllakórnum. Hvenær ætli við fáum hana afhenta og getum farið að flytja...
Kv. Ritarinn, Unglingurinn og þessi sem er alveg að verða 5 ára
Oliver fór í skólann í morgun og fékk stundatöfluna og var svona líka ánægður með hana, leist bara vel á og það höfðu ákkúrat engar breytingar orðið á bekknum!!! Sem er bara frábært þau er svo góð saman og aldrei neitt vesen á þessum bekk sem ég er mjög ánægð með. Eftir að stundataflan var kominn í hús fór hann út að leika nema hvað!
Kriss er náttúrlega bara alltaf eins í leikskólanum og meira en lítið sáttur þar, fékk nýjan deildarstjóra um daginn svo núna er engin Elín, við fengum Siggu í staðin. Vonum að Sigga verði jafn öflug og hún Elín okkar við vorum rosalega ánægð með hana, hún var nefnilega búin að taka hann Kriss okkar á sínar hendur, þar sem hann Kriss er mjög svo líflegt BARN....
Núna í þessum pikkuðum orðum er Kriss að leika sér við Playmó og Unglingurinn fékk að fara með Reynsa frænda á frumsýninguna á "Astrópíu" ekki amalegt það! Oliver fannst það bara snilld að fá að fara með. Ekkert smá ánægður með það, vonum bara að það verði auðvelt að vekja hann í fyrramálið "fyrsta skóladaginn"...
Við erum bara á fullu í því að fara að ákveða hvað á að vera á boðstólnum í afmælinu hjá honum Kriss okkar sem verður haldið á laugardaginn heima hjá Kristínu frænku og Co.
Ætli við látum þetta ekki bara duga að sinni þar sem hann Kriss minn er að fara í bælið...
E.S við bíðum enn eftir íbúðinni okkar í Tröllakórnum. Hvenær ætli við fáum hana afhenta og getum farið að flytja...
Kv. Ritarinn, Unglingurinn og þessi sem er alveg að verða 5 ára
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home