5 ára skoðun búin
Well well,
Við byrjuðum daginn í dag í 5 ára skoðun, já bara frábært. Okkar maður stóð sig sko eins og HETJA, fyrst kíkti hjúkkan á hann þar sem hann var mældur 114,2cm og var vigtaður 20.0 kg (vigtaði hann líka í fötum 20.9kg). Var ekkert smá flottur, smá yfir kúrfu bæði í þyngd og lengd (meira samt í lengd). Hún sagði ef hann kæmi til með að fylgja áfram þessari kúrfu yrði 186cm á hæð (yrði þá svipað stór á pabbi á lengdina en töluvert minni en hann á þver veginn) ha ha haha.
Svo kom Dr. Saxi og kíkti á hann þar sem hann var rosa flottur að vísu er náttúrulega enn VÖKVI í eyranu á honum (en hann kemur eflaust ALDREI til með að fara alveg, þeir vilja hafa svona staðlaðan vökva í eyranu bræðurnir). Það heyrðist ekki TÍST í okkar manni meðan hann var sprautaður ekki neitt og svo ÞAKKAÐI hann fyrir sig þegar hann fór út (og töluðu doksinn og hjúkkan um það að þeim hefði aldrei áður verið þakka fyrir sprautuna) a ha haha ha já einmitt svona er hann Kriss okkar, ekki eins og önnur börn.
Eftir heimsóknina hjá Doksa var það bara leikskóli. Oliver var náttúrulega LÖNGU FARIN í skólann, hann er svaka duglegur labbar alltaf í skólann og vekur bróðir sinn á morgnanna. Já hann getur nú alveg verið duglegur þessi elska... Annars er hann pínu svona lazy með heimanámið sitt sem mamma hans er sko ENGAN VEGINN að fýla!!!!! Hann fer nú í heimanám eftir skóla en HALLÓ maður þarf nú líka að lesa heima!!!!!!
Við fáum vonandi Tröllakórinn afhentan eftir helgina, já það á að fara í það að parketleggja fyrir okkur um helgina (áður en við flytjum inn) og svo á væntanlega að vera kaupsamningur eftir helgina. Jú hú hvað okkur hlakkar til. Allt að gerast. Já þá gæti nú komið sá tími að við yrðum sambandslaus við umheiminn í einhverja daga....
Annars er nú svo sem ekkert spess þannig að frétta, þeir bræður að fyllast af HORI og KVEFI já ég elska alveg þetta season, ha. Og við að öðru leyti bara við hestaheilsu og HRESS...
Látum þetta duga af okkur í bili.
Kv. Gengið á Hlíðarveginum
Við byrjuðum daginn í dag í 5 ára skoðun, já bara frábært. Okkar maður stóð sig sko eins og HETJA, fyrst kíkti hjúkkan á hann þar sem hann var mældur 114,2cm og var vigtaður 20.0 kg (vigtaði hann líka í fötum 20.9kg). Var ekkert smá flottur, smá yfir kúrfu bæði í þyngd og lengd (meira samt í lengd). Hún sagði ef hann kæmi til með að fylgja áfram þessari kúrfu yrði 186cm á hæð (yrði þá svipað stór á pabbi á lengdina en töluvert minni en hann á þver veginn) ha ha haha.
Svo kom Dr. Saxi og kíkti á hann þar sem hann var rosa flottur að vísu er náttúrulega enn VÖKVI í eyranu á honum (en hann kemur eflaust ALDREI til með að fara alveg, þeir vilja hafa svona staðlaðan vökva í eyranu bræðurnir). Það heyrðist ekki TÍST í okkar manni meðan hann var sprautaður ekki neitt og svo ÞAKKAÐI hann fyrir sig þegar hann fór út (og töluðu doksinn og hjúkkan um það að þeim hefði aldrei áður verið þakka fyrir sprautuna) a ha haha ha já einmitt svona er hann Kriss okkar, ekki eins og önnur börn.
Eftir heimsóknina hjá Doksa var það bara leikskóli. Oliver var náttúrulega LÖNGU FARIN í skólann, hann er svaka duglegur labbar alltaf í skólann og vekur bróðir sinn á morgnanna. Já hann getur nú alveg verið duglegur þessi elska... Annars er hann pínu svona lazy með heimanámið sitt sem mamma hans er sko ENGAN VEGINN að fýla!!!!! Hann fer nú í heimanám eftir skóla en HALLÓ maður þarf nú líka að lesa heima!!!!!!
Við fáum vonandi Tröllakórinn afhentan eftir helgina, já það á að fara í það að parketleggja fyrir okkur um helgina (áður en við flytjum inn) og svo á væntanlega að vera kaupsamningur eftir helgina. Jú hú hvað okkur hlakkar til. Allt að gerast. Já þá gæti nú komið sá tími að við yrðum sambandslaus við umheiminn í einhverja daga....
Annars er nú svo sem ekkert spess þannig að frétta, þeir bræður að fyllast af HORI og KVEFI já ég elska alveg þetta season, ha. Og við að öðru leyti bara við hestaheilsu og HRESS...
Látum þetta duga af okkur í bili.
Kv. Gengið á Hlíðarveginum
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home