mánudagur, september 03, 2007

Helgarfríið búið!!!!!!!!!!

Jæja þá er þessi helgi senn á enda.
Kriss náttúrulega LÖNGU SOFNAÐUR og Oliver á leiðinni í bælið.
Það er sko búið að vera Crazy mikið að gera hjá okkur um helgina, á föstudaginn fékk amma afhenta lyklana af nýju íbúðinni sinni svo við kíktum á hana á föstudagskvöldið. Svo kom laugardagur þá var Oliver fyrst heima að passa Kriss meðan Ma fór í klippingu og litun, svo vorum við allan daginn í pössun hjá Reynsa frænda og fórum við karlarnir saman upp í Heiðmörk að tína ber (fundum nokkur Bláber fundum líka smá pening). Eftir berjaferðina var farið heim í Hrísgrjónagraut og pöntuð pizza í aðalrétt, já og ekki var eftirrétturinn VERRI nei það var popp, nammi og snakk "ekki amalegt það". Skulum orða það þannig að Kriss okkar borðaði yfir sig af þessum kræsingum og endaði daginn með því að ÆLA, svo sem ekkert í fyrsta skipti sem Kriss ælir eftir að hafa borðað of mikið af NAMMI. Þar fyrir utan er hann Kriss okkar í mikilli æfingu við að ÆLA ansi duglegur við það strákurinn.....
Málið var nefnilega að á laugardaginn fóru Amma og Mamma í brúðkaup, hún Karen Rakel frænka okkar var að giftast honum Stebba sínum, voða flott brúðkaup og æðisleg veisla. Óskum Karen og Stebba innilega til hamingju með gærdaginn.
Svo í dag sunnudag fórum við á stjá, Oliver var heima að taka í sundur PS2 tölvuna þar sem hún var BILUÐ (meira svona DÓ hjá okkur) við hin skelltum okkur LANGAN rúnt, farið út um allt versluðum okkar nýjan SÓFA í nýja húsið (eins gott að við fáum það fljótlega). Og hittum svo Rebekku í húsinu hennar Ömmu (með Rebekku voru Mikael Gunnar og Matthías Nökkvi) svo Kriss gat aðeins leikið við þá. Þegar við komum svo loksins heim var Oliver búinn að komast að því að BT tekur við gölluðum PS2 tölvum og maður fær þá nýja hjá þeim á 5500 kr. Svo við Kriss drifum okkur í BT með PS2 tölvuna fyrir Oliver sem var farin út að leika sér (nema hvað). Eftir ferð í Smáralindina þá vorum við Kriss búinn að vera (enda búinn að vera á þeytingi í allan dag). Fórum heim að ELDA og hafa það náðugt, að vísu fór Reynsi frændi með Kriss í smá göngutúr þar sem mamma hans var eitthvað pirruð. Borðuðum, Kriss fór í bað og sofnaði sko strax eftir baðið enda vaknaði hann Stubbur minn ELDSNEMMA í morgun.
Svo á morgun er bara komin venjulegur mánudagur og ÉG ÆTLA að fá LYKLA af BÍLAGEYMSLUNNI og GEYMSLUNNI hjá mér. Gaman að sjá hvernig það endar :0
Kv. Berglind

E.S ÍBÚÐARMÁL
Já fyrir ykkur sem eruð alltaf að spyrja um stöðu mála, þá er staðan sú að nú er hún María byrjuð að parketleggja fyrir mig í Tröllakórnum. Sagðist geta klárað það fyrir mig á þriðjudaginn þ.e.a.s ef þeir verða búnir að henda upp hurðunum fyrir mig þá, en hún getur ekki klárað það sko parketlögnina fyrr en allar hurðar eru komnar á sinn stað. Já hvenær Kaupsamningur verður veit ég hreinlega ekki, síðast þegar ég heyrði þá sögðu þeir að þetta yrði væntanlega fljótlega eftir helgina, hvort ég trúi því síðan er sko ALLT ÖNNUR SAGA. En já ég átti sem sagt að fá afhent fyrir rúmum mánuði síðan eða 1.ágúst. Með lögfræðing á mínu bandi hef ég fengið það í gegn að það er byrjað að parketleggja áður en Kaupsamingur fer fram og nota bene ég ætla að fá að flytja inn fyrir næstu helgi. Þarf að koma sófanum sem ég keypti í dag inn í geymslu hjá mér á morgun svo það er ekkert annað í boði en að ég fá lykla og fari að geta flutt inn. Ég þarf líka að fá þetta allt saman á hreint svo hægt verði að henda í gám fyrir mig dótinu okkar og við að geta komið okkur almennilega fyrir (já alla vegana fyrir jólin).

Segjum þetta gott af okkur.
Over and out.
Berglind

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home