Nú er að koma HELGI:
Þá er helgin að detta inn.
Við komin með SÍMASAMBAND við heiminn, eigum eftir að finna símann í geymslunni. Fáum nettengingu eftir helgina svo þetta er allt að smella, þá er bara gámurinn eftir. Og hann má koma fyrir jólin svo við getum gert fínt og sæt fyrir jólin okkar "fyrstu jólin" í nýja húsinu.
En svona er það nú bara. Klárum um helgina að flytja draslið úr ömmuhúsi, það er sko alveg slatti eftir þar og sú gamla á að skila lyklinum af sér á sunnudaginn. Svo við verðum bara að bretta upp ermar um helgina. Ég get það að vísu ekki alla helgina en við reynum alla vegana að klára þetta og um það snýst málið.
Annars erum við bara sátt í okkar sveit höfum það rosalega gott og njótum þess sko í botn. Verð að fara eftir helgina með gardínurnar og láta sníða þær í gluggana svo við höfum gardínur.
Svo það mætti alveg segja að það sé sko yfirdrifið að gera hjá okkur. Við kvörtum sko bara alls yfir því en það verður samt líka bara notó að fara að slappa af saman í nýja húsinu. Getum þá kannski farið að fá fólk í heimsókn og bjóða fólki í heimsókn til okkar. Það verður sko bara æðislegt.
Við erum sko bara alltaf öll í stuði. Kriss er alveg ákveðinn í því að verða ekki STÓR UNGLINGUR eða GAMALL því hann segir það bara vera VESEN (svo sem alveg rétt hjá honum ekkert vesen þegar maður er svona ungur). Hann er sko alveg met þessi elska og kann sko að bræða mann alveg, sama hvort það er ELDSNEMMA að morgni eða áður en hann fer að sofa. Kann á kelluna og það er líka kannski bara gott.
Unglingurinn minn er búinn að vera svaka duglegur í þessu FLUTNINGSVESENI öllu, hefur svæft bróðir sinn öll kvöld, farið með honum inn að lesa og séð til þess að dúddi sofni. Svo ekki get ég kvartað neitt. Búin að vera mjög góður, fer að sofa um leið og hann hefur svæft Kriss eða fljótlega eftir það, hefur bara verið eins og hugur manns.
Sem er náttúrulega bara frábært fyrir mig.
En best að drífa sig heim úr vinnunni og fara að henda eins og MÓFÓ í kassa.
kv.Berglind og Ormarnir
Við komin með SÍMASAMBAND við heiminn, eigum eftir að finna símann í geymslunni. Fáum nettengingu eftir helgina svo þetta er allt að smella, þá er bara gámurinn eftir. Og hann má koma fyrir jólin svo við getum gert fínt og sæt fyrir jólin okkar "fyrstu jólin" í nýja húsinu.
En svona er það nú bara. Klárum um helgina að flytja draslið úr ömmuhúsi, það er sko alveg slatti eftir þar og sú gamla á að skila lyklinum af sér á sunnudaginn. Svo við verðum bara að bretta upp ermar um helgina. Ég get það að vísu ekki alla helgina en við reynum alla vegana að klára þetta og um það snýst málið.
Annars erum við bara sátt í okkar sveit höfum það rosalega gott og njótum þess sko í botn. Verð að fara eftir helgina með gardínurnar og láta sníða þær í gluggana svo við höfum gardínur.
Svo það mætti alveg segja að það sé sko yfirdrifið að gera hjá okkur. Við kvörtum sko bara alls yfir því en það verður samt líka bara notó að fara að slappa af saman í nýja húsinu. Getum þá kannski farið að fá fólk í heimsókn og bjóða fólki í heimsókn til okkar. Það verður sko bara æðislegt.
Við erum sko bara alltaf öll í stuði. Kriss er alveg ákveðinn í því að verða ekki STÓR UNGLINGUR eða GAMALL því hann segir það bara vera VESEN (svo sem alveg rétt hjá honum ekkert vesen þegar maður er svona ungur). Hann er sko alveg met þessi elska og kann sko að bræða mann alveg, sama hvort það er ELDSNEMMA að morgni eða áður en hann fer að sofa. Kann á kelluna og það er líka kannski bara gott.
Unglingurinn minn er búinn að vera svaka duglegur í þessu FLUTNINGSVESENI öllu, hefur svæft bróðir sinn öll kvöld, farið með honum inn að lesa og séð til þess að dúddi sofni. Svo ekki get ég kvartað neitt. Búin að vera mjög góður, fer að sofa um leið og hann hefur svæft Kriss eða fljótlega eftir það, hefur bara verið eins og hugur manns.
Sem er náttúrulega bara frábært fyrir mig.
En best að drífa sig heim úr vinnunni og fara að henda eins og MÓFÓ í kassa.
kv.Berglind og Ormarnir
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home